Lífshættuleg leið stjórnarinnar í nafni "hagsældar".

Ég gekk með Ómari Ragnarssyni og hinum óánægðu niður Laugaveginn.  Það var góð tilfinning að vera þáttakandi í að senda þessi skýru skilaboð til Alþingis og ríkisstjórnar.  Stöðvið græðgisvæðingu samfélagsins! Hættið að eyðileggja í nafni hagstjórnar og hagsældar! Hættið að vera með rörasýn á einfaldar en sjálfeyðandi skyndileiðir! 

 Hugleysi og ótti við að fara nýjar leiðir til velmegunar er hægt og af öryggi að drepa frumhvatir okkar. Án breytinga staðnar allt hægt og hljótt og deyr. Þroskinn stöðvast og gleðin hverfur oft fyrir þessa sk. hagsæld.  Ég er alltaf að bíða eftir að einhver þori að fara nýja leið að markmiði okkar allra, fullnægðu og gleðilegu lífi.

En án þess að byrja á grunnþörfum okkar mat og húsnæði er grunnurinn byggður á sandi.  Og þar virðist algjör skortur á hugrekki ríkja. Þrystihópar hafa enn hreðjutök á valdhafa. Ljóst hefur verið í áratugi að matur er af sjálfssköpun ofurdýr.  Ljóst er að húsnæðismál eru enn eina ferðina af þröngsýni óleyst.  Byrja verður á því að ákveða hvað við viljum. Svo finna lausnina og framkvæma! Þannig mun þetta ganga upp,  hægt og rólega verða að réttu leið okkar til innri hagsældar og ytri. Ég er sannfærður um að núverandi aðferðir okkar eru mun dýrari fyrir samfélagið. Við höfum í raun ekki hugmynd um hvað þessi heigulsstjórnunaraðferð  er að kosta í peningum hvað þá jafnvel í mannslífum.  Og  óbeinn kostnaður fólks sem vinnur óeðlilega og óþarflega langan vinnudag er ómælanlegur veikindi öll sem fylgja líkamleg sem andleg.

Að vera öðruvísi og fara sína leið af sannfæringu er ekki farsæl leið í stjórnmálum.  Af einhverjum ástæðum er lýðræðinu fyrir borð borið á Alþingi.  Nánast hlægilegt að greiða atkvæði! Meirihlutavaldið er algjörisvald.  Vald þetta er svo fært beint til framkvæmdavaldsins eða ríkistjórnarinnar! Við Íslendinar höfum áhrif á fjögurra ára fresti og búið. 

Það sárvantar einhver tæki til áhrifa á milli kosninga.  Breytt vinnubrögð á Alþingi, þjóðaratkvæðagreiðslur og þriskipting valdsins verður í raun að vera til staðar.  Mér sundlar við að sjá algjört vald ráðherra og hroka þann sem verður smátt og smátt til.   Vald sem er í raun án ábyrgðar!!  Engin finnst þegar um ábyrgð er rætt.  Það er súld og þoka yfir valdhöfum okkar í dag.

a.  lækkið matarverðið núna og leysið hagsmunamál bænda farsællega um leið. þetta er hægt!

b.  komið á húsnæðisgreiðslum til eigenda/leigjenda íbúða með með það að markmiði að hámark húsnæðiskostnaðar sé 25% af tekjum miðað við eðlilegt verð og stærð íbúðar.

c.  öll fornarstarfsemi og fræðsla um áfengi, kynlíf og menningu sem kemur erlendis frá er einfaldlega ekki viðundandi að neinu leyti eins og hún er í dag. 

d.  breytið starfsaðferðum Alþingis, ráðherra og dómsvalds.

e  skiljum að ríki og kirkju.

f.  hvalveiðar eru tómt mál og gamaldags þjóðarrembingur. 

g.  endurskoðið skattaumhverfið núna!  t.d. fjármagnstekjuskatt og tekjuskatt.   

h.  tryggið öllum eðlilega lágmarks mannsæmandi tekjur öryrki, aldraður eða annað skiptir engu.

i.  lífsleikni á skylduskrá fyrir alla. við kunnum almennt séð ekki á lífið. 

Listinn getur verið óendanlega langur en góðir stjórnendur víkkið sjóndeildarhringinn opnað hjartað og farið að stjórna.  Hugrekki þarf til að vera öðruvísi og fylgja sannfæringu sinni.  Ekki láta hópþrysting og þingsæti eða annað blinda ykkur.  

Ég hef heyrt og skynjað hroka í svörum fólks í ráðandi flokkum að undanförnu.  Fyrir mig er svo augljóst hvað gert er;  fyrst er fundin niðurstaða svo leitað að leiðinni þangað,  framkvæmt  og eftir á er hugsað um hvert þetta muni í sanni leiða okkur.  Ekki farsæl aðferð finnst mér.  

Hættið þessu brölti góðir leiðtogar sem leiðir aðeins til vansældar og farið nýjar leiðir að hamingju og farsæld.  Þótt dregið sé í dilka á fjögurra ára fresti má alltaf standa aftur upp og skipta um íverustað hugmyndar og framkvæmdar.  

 Að hlusta á ráðamenn réttlæta vitleysur sínar án sannfæringakrafts og trú á það sem þeir eru að segja er niðurlægjandi fyrir alla skynsama Íslendinga. Viðurkennið mistökin og byrjið aftur að skipti kökunni okkar af hugsjón og kærleika.  Allir mega fá rjóma með kökunni ekki bara þeir sem eru ykkur þóknanlegir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband