Barnið í mér roðnar.

Hlustaði á umræður á Alþing.  Svakalega eru ræðurnar fyrirsjáanlegar.  Forsætisráðherra talar eftir bókinni og mjög valdsmannlega. Stjórnarandstaðan á móti öllu og enginn ræðumaður sem hrífur hugan enda sofnaði ég.  

Úpps! Finn allt í einu fyrir þreytu gagnvart stjórnmálum eins og þau eru framreidd í dag til okkur kjósenda.  Allt svo fyrirsjáanlegt og engin glóð sést þótt vel sé gáð.  Þreyta er í þingmönnum og hvað þá kjósendum. Loforð lítið marktæk, snúið út úr flestu og hagrætt eftir á svo augljóslega á að barnið í mér roðnar.  Blygðun virðist ekki til staðar þótt grilli í heiðarleika af og til.  Enn og aftur er sameiginlegum tekjum okkar skipt eftir reglu sem heiðarlegu og grandvöru er óskiljanleg.  Af því bara er svarið sem ég fæ ef spurt er! Því engin veit afhverju þessi tregða er í kerfi sem við stjórnum sjálf.   Rosalega er ég þreyttur og svekktur á þessari fjögurra ára endurtekningu sem heita kosningar! Virðast skipta svo litlu máli allir eru svo óbundnir fyrir kosningar að engin veit hvaða stjórn kemur út úr þessum ósköpum. 

Afhverju getur stjórnarandstaðan boðið upp á skýran valkost fyrir kosningar?  Sameiginlega, líkt og í Svíþjóð hugsanlega? Ó nei, vantraust og eigingírni hvers formanns skín í gegn best að hafa þetta opið  ég gæti mist af ráðherrastóli. Óttinn við einhverskonar valdaafsal eða bara getuleysu til að vinna saman er allsráðandi.  Gott fólk búið til sameiginlegan málefnalista og vinnið svo samkvæmt því fram að kosningum. Látið sjá að þið getið og þorið semja og sameinast um málefni. 

Ég sá í Ómarsgöngunni hvað fólk er þreytt á duglausum stjórnmálamönnum.  Ég vill hugsjónir og skýra framtíðarstefnu. Ég vil að landið sé metið til móts við steinstypu og járnarusl. Ég vil eldmóð og hugrekki í forustu, gleði og jákvæða umfjöllun. Nóg er af skipulagðri niðurrífsstarfsemi allskonar!  Neikvæðnin og skítkast sem viðgengst í umræðum er niðurlægjandi fyrir þá sem taka þátt og þá sem horfa og hlusta á þessi ósköp.

Skiptum um gír og brosum framan í hvort annað! Verum jákvæð og finnum sameiginlega lausn þar sem við sýnum okkur og landi okkar þann sóma sem við eigum skilið. Hættum þessa hvabbi og leiðinda hroka sem sést æ oftar í umræðunni.

Og eitt enn fréttafólk má alveg vera betur undirbúið þegar rætt er við frambjóðendur og aðra í fjölmiðlum.  Vanþekking spyrjenda skapar ójafnvægi í umræðunni og skilar engu!!!

Vonandi tekst okkar sameiginlega að breyta og laga til hjá hverjum og einum okkar. Þannig að allir verði bara einfaldlega flottir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband