28.6.2011 | 10:04
Verið þekkt meðvirk hegðun í áratugi!
Oft er frétt engin frétt af því að hún er frétt! Fréttin er að þetta verði allt í einu frétt! Upplýsingarnar varðandi þessa frétt eru í raun gamlar held ég? Áratugur síðan unglæknar bentu á óheyrilegan vinnutíma sinn. Vaktafyrirkomulagið níðingsfyrirkomulag og launin byggð á þessu ótrúlega fyrirkomulagi. Hvar í öllu þessu var verið að hugsa um sjúklingana sem eiga að fá þjónustu frá yfirþreyttum læknum?
Við höfum sjaldnast hlustað á "kvartanir" um vinnutíma. Á Íslandi hefur yfirgengulegur vinnutími verið dyggð og laun flestra byggð á löngum vinnutíma ekki afköst og vandaða vinnu. Ekki hlustað á það að afköst miðað við lengd vinnutíma hefur verið með því lélegra sem gerist!
Er sannfærður um að á mörgum vinnustöðum er hægt að stytta vinnutíma, hækka laun og fá meiri og betri afköst út úr dæminu. Hvað þá ánægðari starfsfólk og fleiri atvinnutilfelli.
Hugsanlega heitir það meðvirk hegðun að engin þorir að byrja að breyta að verkalýðsfélög taki þessa baráttu upp en ekki úrrelta %-entu hækkun sem fer strax út í verðlagið og hverfur út í sjóndeildarhringinn.
Hjarðhegðun íslendinga er afar sjáanleg í þessu sem mörgum öðrum tilvikum þar sem þarf að standa upp og breyta og eitt augnablik vera öðruvísi en flestir hinna. Aldarlangt uppeldi þjóðarinnar er ansi fast í sálinni og tekur kynslóðir að breyta en það verður að byrja!!!!!!
Álag á læknum við hættumörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Athugasemdir
Það eru góðir punktar í þessu en vandamálið er að það er ákaflega fámennt í mörgum undirsérgreinum læknisfræðinnar. Landið er fámennt og fyrir utan höfuðborgarsvæðið dreifbýlt. Læknisfræði er orðin sérhæfð og kröfur almennings verða augljóslega ekki í tengslum við það sem hægt er að bjóða. Óbreytt fjárframlög til heilbrigðismála meðan þjóðin eldist og kröfur aukast. Lyfjameðferð verður dýrari, kröfur um skurðmeðferð aukast með dýrari aðgerðum.
Fæðingar, bráðaeinkenni ýmis konar með gallsteinaköstum, bráðablæðingum og öðru er ekkert hægt að skipuleggja fyrirfram frekar. Fámenni innan æðaskurðlækninga, hjartaskurðlækninga eins í heimilislækngum og öðru. Það er almennur atgerfisflótti í læknastétt og þetta er rétt að byrja er ég hræddur um.
Gunnr (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.