Ætlum við að lifa á þessari jörð til framtíðar?

Mikið er talað um afkomu okkar.  Mikið sagt "hagvöxtur" og hann hér um bil alltaf tengdur við orkufrekan iðnað, virkjanaframkvæmdir og álframleiðslu.  Okkar mjakar fram á veginn í dag á leið út úr vanda okkar og staðan betri heldur en vonast hafði verið til. En lífskjarastefnan er enn stefna misskiptingar og vistfræði hefur enn ekki öðlast sinn eðlilega sess varðandi útreikningi okkar á hvað sé í raun hagvöxtur sem er til skiptana.

Margt var gott í ræðu forsætisráðherra um helgina. Ráðherra er hreinskiptin og heiðarleg en ég upplifi skort á heildarsýn framtíðaráætlunar þar sem manneskjan og jörðin er með í hugmyndinni um framtíðina.

Hagvöxtur er hættulegt orð ef notað er sem eina marktæka mælingin á gæði og afkomu framtíðarinnar. Orkufrekar iðnaður er ein stærsta einingin í hagvexti landsins og eyðsla á náttúrunni eða verndun hennar ekki með í myndinni.

En verður ekki að tala um umhverfið og afkomu einstaklingsins í heild sinni.  Getum við reiknað hagvöxt án þess að tala um hvað það kostar okkur í spillingu á náttúru og umhverfissóðaskap almennt.

Hver er raunverulegur hagvöxtur ef ekki er rætt um náttúruvernd, endurvinnslu, nýja stefnu í orkufrekum iðnaði, vatnsbúskap okkar, mengun loft og jarðar og matvælaframleiðslu ofl.

Ef þáttur þess að einstaklingar atvinnulausir eða ekki eru afskiptir félagslega og andlega er ekki meðtalinn þá er eitthvað sem vantar. Ef skólamál eru ekki með eða aðgengi nemenda að mat og hreyfingu þá skortir eitthvað í hagvaxtarprósentunni.

Lífskjarastefna án ofannefndra þátta er blekking og hagvöxtur án þessa er falsspá!  Má vera að þetta sé allt innifalið í tölum sem birst hafa en ég hef ekki séð það.  Ég sakna þess að þetta sé rætt í heild sinni og að hagvöxtur sé raunverulegur vöxtur.   Vöxtur sem er til skiptana þegar með hefur verið talið spilling okkar á náttúru, lofti og áhrif alls ofangreinds á manneskjuna sem lifandi fyrirbrigði ekki tölu í samanburðardálki.

Lífskjarastefna er gæðastefna þar sem manneskjan og jörðin eru saman í fararbroddi.  En vistfræði er enn ekki hátt skrifuð hjá okkur.

Við eigum að skapa okkur ný viðmið þegar rætt er um hagvöxt. Það hefur verið farið yfir þröskulda sem þarf að bæta varðandi umgengni okkar við jörðina og heildarendurskoðun á hvað er hagvöxtur og hvert viljum við stefna er brýn.

Við skulum ekki vera eigingjörn og láta þarfir okkar í dag vera það eina sem máli skiptir fyrir okkur.

Talað er um níu mörk varðandi athafnarými jarðarinnar sem lifandi hnattar:  mengun og eyðing í lofti, láði og legi er á þremur stöðum komin langt fram úr eðlilegum mörkum. Eins og sjá má á yfirliti fengið frá Johan Rockström, sænskum umhverfisfræðingi og yfirmanni The Stockholm resilience (þanþol, sveigjanleiki) centre.   Hér má sjá skýra uppsetningu sem upplýsir okkur um stöðu okkar í eyðingu sameiginlegra gæða jarðarinnar og lofthjúpsins í kringum hana.

Planetary Boundaries - Nature


mbl.is Losun gróðurhúsalofttegunda jókst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algjörlega sammála þessu. Flott grein :)

Jón (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 17:31

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hugsa að þú hafir gaman af þessum fyrirlestri um exponential growrh artithmetics.  Einfaldur og auðskiljanlegtur, skemmtilegur og fræðandi og ætti að vera spilaður í upphafi hvers þings í öllum löndum, hvorki meira né minna.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2011 kl. 00:14

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hefðu menn skiliðþetta, þá hefði t.d. hrunið ekki orðið og annað væru um margt betra.

Hvers vegna skyldu þingmenn og ráðherrar ekki fá svona símentunarprógram eins og flestar stéttir?  Er það af því að þeir ráða því sjálfir og nenna því ekki. Finnst það frábært að vera blizzfulli ignorant ogfela bara "sérfræðingum" um flækjustigið?

Beats me.

Jón Steinar Ragnarsson, 31.5.2011 kl. 00:20

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Brilljant!

Jóhanna Magnúsdóttir, 31.5.2011 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband