19.10.2010 | 09:29
Að vera skorinn!! Líkamsræktarhugtak!!??
Allt skorið og verkalýðsfélagið hefur verulegar áhyggjur! Nú reyna menn bara að halda haus gagnvart skuldunum segir forustann. Ástandið er grafaralvarlegt enda kaupmáttur rýrnað um 15% og staðann svipuð og fyrir 7. árum.
Furðuleg stemning er í samfélaginu. Eins og í upphafi sorgarferils og allt dofið og depurð ríkjandi. Sumir komnir í reiðina en of mörg erum við svona í uppgjöf eins og ekkert sé hægt að gera. Þetta sé vonlaust ástand og vonlaust að breyta nokkru enda sama fólkið að vinna í öllum málunum!
En staðreyndin er að við breytum ekki öðru fólki, breytum ekki ytra ástandi okkar með handafli. Við breytum engu nema okkur sjálfum.
Og þá er spurningin hvað vil ég fá út úr lífinu? Staðan í dag gefur tilefni til að skoða hvað við gerðum og gerðum ekki fram að þessu! Og hvað viljum við svo gera öðruvísi núna?
Er raunhæft að ætla þeim er voru við stjórnvöl fram að hruninu að breytast algjörlega og taka nýja stefnu? Skiptir engu hvort um er að ræða hjá Alþingi, ríkisstjórn, verkalýðsfélögum eða öðrum sem áttu að leiða samfélag okkur áfram.
Ég held ekki! Ég held að skipta verði um áhöfn á flestum stöðum enda fullt af fólki á hliðarlínunum sem er hæft og ómengað af fortíðinni til að taka við!
Heibrigðismál, félagsleg mál eins og öruggt húsnæði, ódýr holl matur, einfaldur og ódýr aðgangur að grunn heilbrigðiskerfi allt er þetta ásamt fersku súrefni að anda að okkur og atvinnuöryggi grunnur að því að við getum og viljum halda áfram að vera til sem manneskjur.
En því miður hafa þessi atriði setið á hakanum og eitthvert undarlegt yfirborðskennt líferni einkennt samfélagið undanfarna áratugi. Staðreyndin er að okkur skortir fastann grunn til að standa á okkur skortir félagslegt, líkamlegt og andlegt öryggi. Staðreyndin er að við verðum sjálf að sækja þessa hluti hvernig svo sem leið okkar að því markmiði verður. Hvert stefnan verður tekin. En mikilla breytinga er þörf!
Það er bara allt skorið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:09 | Facebook
Athugasemdir
Frábær pistill ! Er þér hjartanlega sammála og styð allar breytingar í þá átt að koma öllum frá sem sátu á valdastólum fyrir, eftir og í hruninu. Þetta er bara hræðilegt hvernig farið er með almenning í þessu landi ! Eða ætti maður að segja hvernig almenningur lætur fara með sig ?
Margrét (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.