Aðgangur að vatni eru mannréttindi.

Hvaða ástæður gefa íslensk stjórnvöld fyrir því að sitja hjá við þessa afgreiðslu?

Árlega láta yfir tvær milljónir manna lífið vegna skorts á hreinu drykkjarvatni og hreinlæti.

Í samþykktinni segir: "lýsa yfir réttinum til aðgangs að öruggu og hreinu vatni og hreinlæti sem nauðsynlegum mannréttindum til að geta nýtt sér réttinn til lífs til fulls.“

Það hefur tekið þingið 15 ár að komast að þessari niðurstöðu en 122 ríki greiddu atkvæði með og 41 ríki sat hjá.

Er ekki sjálfsagt að rök íslendinga fyrir því að sitja hjá verði birt opinberlega?

 

 


mbl.is Ísland sat hjá á þingi SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Vatn er ein helst auðlind Íslendinga... Meira segi ég ekki.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 29.7.2010 kl. 10:46

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Vonandi fá allir útlendingar að nota vatnið okkar.  Bæði það heita og kalda. Skil ekki fólk sem er á móti því. Eins og þá sem vilja ekki að útlendingar fái nýtingarrétt að auðlindum okkar í heita vatninu á Suðurnesjum.

Þorsteinn Sverrisson, 29.7.2010 kl. 20:12

3 Smámynd: Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir

Auðvitað eigum við rétt á að heyra rökin fyrir þessari hjásetu. Ég skil bara ekki í því að íslendingar greiði ekki atkvæði með þessum sjálfsögðu mannréttindum.

Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir, 30.7.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband