Afsögn stjórnar Íbúðalánasjóðs óhjákvæmileg!

Enn og aftur sannar íslensk stjórnsýsla getuleysi sitt.  Frá því í sumar hefur stjórnin verið að væflast með umsóknir um starf forstjóra. Auðfundið er að ráðherrahugmyndir svífa yfir vötnin og gerir alla ákvörðun erfiðari.  En ef eftir mikla umræðu er meirihluti fyrir ráðningu eins umsækjanda eru einfaldlega greidd atkvæði og niðurstaða fæst.  Niðurstaða sem allir fara eftir. 

En svo kemur bréf frá félagsmálaráðherra þar segir að "mikilvægt sé að hafið sé yfir vafa, að hæfasti umsækjandinn verði valinn og það val byggi einvörðungu á faglegum og efnislegum forsendum."

Ráðherra sendir einnig nöfn  þeirra sem eiga að vera í viðkomandi valnefnd.  Hvað er í gangi í íslenskri stjórnsýslu?

Var stjórn Íbúðalánasjóðs ekki marg búin að fara yfir skoða og endurskoða allar umsóknir með sérfræðingum?

Þegar svona skýr skilaboð um meinta vanhæfni koma frá fagráðherra við ákvörðun meirihluta segir stjórnin einfaldlega af sér.  Enda nýtur hún ekki lengur trausts.

En svo er spurningin nýtur Árni Páll Árnason traust sem ráðherra?

Erum við ekkert að læra?  Á endalaust að halda áfram að spóla í gömlu hjólförum ráðherravalds og lýðræðið fótum troðið?

 


mbl.is Ásta dregur umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Stjórn Íbúðalánasjóðs verður að segja af sér. Einkavina-spillingarráðninga-valnefndarkjaftæðið kom stjórninni og stjórnarformanninum á óvart en samt ætlar stjórnin að láta bjóða sér þetta gerræði ráðherrans. Stjórnin verður að segja af sér strax! Og ráðherrann líka!

corvus corax, 27.8.2010 kl. 09:15

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Á félagsmálaráðherra ekki að segja af sér líka?  Enn eitt klúðrið hjá honum.  Hve mörg slík þarf hann að gera áður en honum er sparkað?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2010 kl. 11:00

3 Smámynd: percy B. Stefánsson

Segðu nokkuð ljóst að nóg er komið!

percy B. Stefánsson, 27.8.2010 kl. 11:19

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ásthildur -

þegar þessi ráðherra á í hlut er þetta ekki klúður - heldur opin og gensæ stjórnsýsla með allt uppi á borðinu.

Þú mátt ekki rugla Sf ráðherrum né VG ráðherrum og eðlilegri stjórnsýslu saman - hún er bara fyrir hina.

Allar uppákomur hingað til og hér eftir skoðast nú eðlilegar og öll gagnrýni er ómerkilegar árásir á vammlausa ráðherrann.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 27.8.2010 kl. 11:42

5 identicon

það skiptir ekki máli hver er við stjórn allir eru gjörspillit og þeir einu sem viðukenna það er bestiflokkurinn...

joi (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 11:44

6 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Persy, þú ert greinilega einn af þeim sem stundar það nú á þessum erfiðu tímum að búa til hneyksli, þú er ekki einn um það,  flestir þínir viðmælendur taka undir. Í þessu tilfelli er gremja þín líklega til komin vegna þess að áður varst þú í starfi í þessum geira, ég veit ekki af hverju þú hættir en einhver  gremja eða reiði virðist vera innra með þér.

Ég læt fylgja með það sem ég segi um þetta mál á mínu bloggi, fer ég með rangt mál?

Þó ég hafi gagnrýnt Árna Pál Árnason félagsmálaráðherra þá læt ég ekki óhlutvanda bloggara komast upp með að vega að neinum ap ósekju, hvorki Árna Páli né öðrum. Kona sem nefnir sig Vilborg G. Hanssen vegur úr lokuðu búri sínu þegar hún fjallar um stjórn Íbúðalánasjóð og félagsmálaráðherra.

1. Hún segir að stjórn Íbúðalánasjóðs hafi verið búin að ráða Ástu Bragadóttur sem forstjóra Íbúðalánasjóðs. Það er rangt, stjórnin fól henni að gegna stöðunni  þar til forstjóri yrði valinn úr hópi umsækjenda. Ásta var einn af umsækjendum.

2. Stjórn ÍBLS reyndi að ráða samhljóða einn af fjórum umsækjendum sem töldust hæfastir, það tókst ekki.

3 Árni Páll Árnason félagsmálráðherra skipaði þá valnefnd til að meta umsækjendur, það er góð stjórnsýsla. Í valnefndinni eiga sæti Jón Sigurðsson (fv. formaður Framsóknar), Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og dr. Tinna Laufey í HÍ. Þessi valnefnd ætti að vera yfir allan vafa um pólitíska fyrirgreiðslu ríkisstjórnarinnar eða annarra afla. Ásta Bragadóttir virðist hafa talið sig svo sjálfsagða í embættið, þar sem hún var beðin að gegna því tímabundið, að hún dró umsókn sína til baka.

Ef óhlutvandir bloggarar telja sig óhulta fyrir gagnrýni eða leiðréttingum með því að loka á athugasemdir þá eru til leiðir, eins og hér sést, til að ná til þeirra. 

Mitt blogg er öllum opið fyrir athugasemdum.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 27.8.2010 kl. 14:57

7 identicon

Jæja Sigurður. Förum nú aðeins yfir þínar staðhæfingar.

1. Jú vissulega var enn ekki búið að ráða Ástu sem framkvæmdastjóra, en (líkt og þú segir) þá gengdi hún starfinu tímabundið. Á þessum tíma gengdi hún báðum störfum, aðstoðarframkvæmdarstjóra og framkvæmdastjóra. Og beið svo þolinmóð. Og beið. Og vann tvöfalda vinnu.

2. Þegar stjórn ÍLS var loks komin að niðurstöðu og tilkynna Árna Páli um hver ákvörðun þeirra mun vera, þá skellur hann fram þessari "frábæru" hugmynd sinni að "hlutlausri" nefnd.

3. "Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra skipaði þá valnefnd til að meta umsækjendur, það er góð stjórnsýsla." Hér vitna ég í þig, en pælum nú aðeins í orðinu "skipaði". Þetta þýðir einfaldlega að Árni Páll valdi nefnd sem myndi gera nákvæmlega það sem hann vildi. Þrátt fyrir að þú teljir að Ásta hafi talið sig svona "sjálfsagða" þá bið ég þig aðeins um að setja þig í hennar spor. Þú sækir um starf sem þú veist að þú getur gegnt og þú hefðir áhuga á. Þegar loks kemur að ráðningu starfsins þá kemur í ljós að þú fáir að gegna starfinu, en einungis tímabundið. Þú þarft semsagt að gegna starfinu um óákveðinn tíma án þess þó að vita hvort þú fáir það. Í nokkra mánuði gegnir þú tveimur störfum og dadada, þú kemst að því að þú getur gegnt starfinu og einnig að þér gengur bara svona helvíti vel að gera það. Svo, eftir allt þetta þá kemstu að því að nefndin ætli að ráða þig í starfið, en áður en þú veist af hefur Árni Páll ákveðið að sjá til þess að sinn maður fái starfið.

Ég veit að ég yrði orðin fremur þreytt á þessum tímapunkti og efast ekki um að flestir væru það. Og hvað er þá hægt að gera? Nú, draga umsóknina til baka og sýna að maður einfaldlega nenni ekki að taka þátt í þessu skrípaleik lengur.

Bríet Jónsdóttir (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 19:36

8 identicon

Já Bríet ég er alveg sammála þér í þessu.  Enn og aftur vilja flokkarnir sitt fólk í valdastóla þar sem gæta á hagsmuna fólksins.

Percy (IP-tala skráð) 27.8.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband