Firring eða siðblinda?

Í viðtali við forystu stjórnmálaflokkana kom ljós hvað lært hegðunarmynstur er sterkt og erfitt fyrir marga að feta nýjar leiðir.  "Banvænt heyrnarleysi" og "er utan þjónustusvæðis" svör sýndi okkur að ekkert hafði fólk lært af atburðum sl. mánuða.   Jóhanna Sigurðardóttir var heiðarlegust og taldi þetta mikla aðvörun og byrjun á falli fjórflokkana.  Hún var í raun,  ásamt Degi B. að mestu leyti,   ein um að af "fjórflokkunum" taka af auðmýkt og ábyrgð á niðurstöðu kosningana. 

Ótrúleg framkoma Bjarna, Sigmundur og að miklu leyti Steingríms J. í sjónvarpssal var í senn sorgleg og vakti furðu og reiði.  Enginn tapaði  nema á afmörkuðun sértækum svæðum en á flestum stöðum vannst (varnar)sigur!

En úrslit kosningana, þáttökuleysið, útstrikanir og auðir seðlar var kjaftshögg fyrir "fjórflokkinn".

Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti á kosningavöku sinna manna og talaði um sigur! Lipur kona sem með réttum prósentuaugum sér hvergi nema viðmiðunartölur sem passa fyrir flokkinn.

Ljóst er að viðbrögð við hrunið og afleiðingar þess hafa  verið á hraða snígils.  Ljóst að samskiptagetu skorti og "við" tilfinningin var týnd bæði fyrir og eftir kosningar.  Afleiðingar þessa hefur markað djúp spor í lífi margra.

Viðbrögð þessa hóps í sjónvarpssal sannar enn og aftur að þörf er á fólki sem er tengt við daginn í dag og okkar raunveruleika.  Dagurinn í dag er raunveruleikinn!

Forvarnir eru enn og aftur aftast á dagskrá og afneitun um að eitthvað sé að andlega og félagslega er algjör.  Hvernig líður okkur sem þjóð sem einstaklingum?  Atvinnuleysið, gengistryggð lán, íbúðir keyptar á hámarksverði, hækkun matarverðs allt blandast í vondan graut en við segjum "stattu þig" þetta líður hjá!  Flytjum vandann á næstu kynslóðir. Það vantar að tala saman, vinna saman í lausninni og að skynja hvar grunnþarfir fólks eru.  Húsnæði og matur eru grunnþarfir! En þar hefur vinna við að finna lausnir gengið erfiðlega og tímasetning framkvæmda og hægagangurinn skaðað marga einstaklinga sem og fjölskyldur.

Eigingjörn og sjálfmiðuð framkoma  m.a. Gísla Baldurs, Guðlaugs Þórs, Sigrúnar Bjarkar og blinda varðandi upplifun kjósenda af þeirra gjörningum var í algleymi.  Þorgerður Katrín er týnd og eignamaðurinn Bjarni Ben þegir um áhrifamátt sinn á eigin hag.  Ýfirlýsing Steinunnar Valdísar var í raun hrokafull þar sem hún taldi síg í raun,  eiginlega samt sem áður hafa gert rétt.   Steinunn skrifaði  m.a. "Í hjarta mínu get ég því ekki beðist afsökunar á að hafa gerst sek um siðspillingu með því að sækjast eftir og fá fjárstyrk frá þessum aðilum á þessum tíma."  Í hjartanu þarf eiginlega auðmýktin að búa! Þannig að ekki ristir þetta djúpt.
Að skynja vitjunartíma sinn og stíga til hliðar fyrir heildarhagsmuni er gæfusamur en sjaldgæfur kostur sem fáum er gefin.   En ljóst,  að skortur á hugrekki, það að láta eigin frama stjórna gjörðum er mögnuð yfirlýsing um að sjálfmiðaður og eigingjarn ótti við breytingar ræður för.  

Oftast er sigur einstaklings stærstur þegar í vanmætti og auðmýkt er viðurkennt stjórnleysi, ósigur og mistök.  Sjálfur er ég eiginlega kominn að leiðarlokum í þessari pólítík.  Veit ekki alveg hvert á að stefna þótt sem íbúi í Hafnarfirði hafi ég kosið VG sem ég óska velfarnaðar.  En hvert liggur leiðin héðan?

Við erum enn rík þjóð en forgangsröðunin með ólíkindum.  Yfirborðkennd vinnubrögð hafa ráðið ríkjum.   Enn og aftur nefni ég húsnæðismál og mat!  Grunnþarfir sem verið að klúðra með seinagangi!  Viljinn er þarna er framkvæmdagetan er löngu týnd og enginn að leyta hennar. 

Við þurfum húsaskjól og mat til að sinna okkur andlega og félagslega.  Það er bara þannig!  Byrjum grunnvinnuna af alvöru en ég held að það verði að snúa vinnubrögðum dagsins á hvolf?  Og byrja á nýju upphafi íslenskts samfélags.

 

Tók saman nokkur viðbrögð stjórnmálaleiðtoga við ákvörðun kjósenda:

Við erum í sókn miðað við tölurnar, sem flokkurinn fékk í þingkosningunum 2009, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks

Það eru vinstri flokkarnir, sem eru að stórtapa í þessum kosningum, sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.

Framsóknarflokkurinn vann nokkra sigra og jafnvel stórsigra, sagði Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins.

Við erum að halda okkar stöðu sem sveitarstjórnarflokkur á landsvísu, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG

Ég held að fjórflokkurinn sé í sárum og þurfi að endurskoða vinnubrögð, sagði Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar

Úrslitin eru áfall og skellur fyrir allan fjórflokkinn, sagði Jóhanna Sigurðardóttir í Sjónvarpinu. Upphafið að endalokum fjórflokksins


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband