Efasemdir er vægt orðuð andstaða gegn þessu stórslysi!!

Hef alveg frá upphafi verið á móti þessari framkvæmd.  Engar efasemdir einfaldlega á móti!  Það er alltaf eins og við séum margmilljóna þjóð og með óraunsæið fullkomnlega í lagi. Er á móti þó ekki væri nema vegna staðsetningarinnar sem er furðuleg ein og sér.

Þegar þessar hugmyndir fóru afstað fannst mörgum að nauðsynlegt væri að taka því rólega.  Og upplagt að sérhæfa meira núverandi þrjú sjúkrahús. Halda smæðinni sem hefur læknandi áhrif ein og sér andstætt ópersónlegum steypuhjöllum sem einstaklingurinn hvort sem heitið er sjúklingur eða starfsmaður ætið fer halloka fyrir. 

Jafnhliða á sjúkrahúsinu ríkjandi óvissu stjórnunarstíl  "ekkert eins í dag og í gær" skortir alltaf rekstrarfé og starfsfólk er í stórum stíl óánægt og undir miklu álagi.  Líkamlegt og andlegt álag er mikið ekki síst hjá þeim er starfa í kringum og næst sjúklingunum.  En sá hópur virðist alltaf vera settur til hliðar erfiðar vinnuaðstæður og ótrúlega lág laun.  Og það má alveg fara inn í eldhús að kanna þar aðstæður starfsmanna launa- og álagslegar.

En hvað um það þetta er tóm vitleysa og eins og risastór bleikur fíll sé dansandi um þetta þrönga litla svæði í holtunum. En engin sér hann og allir bara dásama hrúgaldið sem á að verða en eitt minnismerkið um vanþroskaðan stórmennskubrjálaðan steypuminnismerkjastíl okkar.

Tími ákvarðana sem má ekki breyta vegna stolts fárra sem tóku í einfeldni sinni og samkvæmt ótrúlega blind- og fjarstýrða í raun minnimáttartengda ákvörðun er löngu liðin og horfinn í hrunsins skaut.


mbl.is Efasemdir um spítalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Sammála þér um þetta, Percy. Í fyrsta lagi er staðsetningin kolröng og út úr öllu korti höfuðborgarsvæðisins. Svona stofnun ætti að vera miðsvæðis -- og hin landfræðilega miðja höfuðborgarsvæðisins nú er nokkurn veginn þar sem Smáralindin er. Hitt er svo annað dæmi, hvernig á að standa undir rekstri fullsmíðaðrar stofnunar af því tagi sem hún er á teikningunum. Ætli það sé ekki eitthvað svipað og með tónlistarglerhúsið sem stefnir í að verða endalaus baggi á síblankri þjóð (milli þess sem „góðæri“ geysar með ófyrirséðum afleiðingum).

Sigurður Hreiðar, 25.5.2010 kl. 12:22

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Percy þetta er of stórt mál til þess að venjulegir pólitíkusar þori eða hafi getu til þess  að hafa skoðun á því.

Sigurður Þorsteinsson, 25.5.2010 kl. 13:40

3 identicon

Sammála þér með þetta. Það var vaðið áfram í að byggja tónlistarhúsið þegar við vorum hvað mest blinduð í gróðærinu og héldum að allir vegir væru okkur færir. Sama var uppi með sjúkrahúsið nýja. Þá átti að henda í það Símapeningunum ( 65 milljörðum ) sem reyndar höfðu allir verið tekinir að láni innanlands. Síðan hefur þetta verið stöðugur kostnaður við undirbúning og athuganir og margir komið við sögu. Ekki er ég á móti því að fólk hafi atvinnu við arðbærar franmkvæmdir en getur ekki einhver reiknað þetta út frá einföldum staðreyndum; Höfum við efni á þessu?

Sigurður Ingólfsson (IP-tala skráð) 25.5.2010 kl. 13:44

4 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tek í einu og öllu undir með þér.

Marinó G. Njálsson, 25.5.2010 kl. 19:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband