Það sem ég óttaðist - gerðist!

Kröfu um endurnýjum er hafnað.  Óttinn við að stíga til hliðar og opna fyrir breytingum er sterkari en heibrigð og einföld skynsemi.  Óháð viðkomandi einstaklingi er þetta pólístískt milt sagt eigingjarnt og óráðlegt.  

Samfylkingin virðist stödd í miðjum óttanum við að missa völd og flokkurinn er með öllu að hafna skilaboðum frá kjósendum.  Vinstri Grænir eru einnig með því að setja ekki ákveðin lágmarksskilyrði um "sjáanlega" endurnýjun að hafna kröfunni um breytingar. 

Auglýsa átti eftir bæjarstjóra.  Þetta óbreytta hagsmunapot er með öllu ólýðræðislegt og bara enn eitt dæmið um getuleysi stjórnmálanna til endurnýjunar.  Eitthvert andlegt þrekleysi til að fara eftir kosninganiðurstöðum víkur fyrir græðgi og getuleysi einstaklinga til að sleppa og láta frá sér.

Þetta boðar ekki gott!  Blinda Samfylkingar og getuleysi VG til breytinga eru vonbrigði!

Nauðsynlegt er að sýna raunverulegar nýjar áherslur.   Fá svona "straxtilfinningu"!  Svo kemur að breyttri pólitík og að koma sér upp úr gömlum þreyttum farvegi hins liðna á leið að betra samfélagi. 


mbl.is Lúðvík áfram bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband