Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.4.2010 | 11:42
Meðvirkt samfélag sem þarf í meðferð!!!
Enn heldur hrunadansinn áfram. Skýrsla Rannsóknarnefndar gladdi mig mikið. Skýr, bein og beyglulaus talar hún til mín á venjulegu skiljanlegu máli.
Hélt eitt lítið ör smátt augnablik að eitthvað hefði breyst en svo var rýnt í skýrsluna. Og auðvitað er fólk eins og það var hvað ætti að gerast á meðan þögn ríkti og allir biðu? Svör seðlabankastjóra eru bara eðlilegt framhald af fyrri yfirlýsingum hans. Þó er magnað að aðeins tveir af þremur nefndarmönnum reynast vanhæfir. Vænisýki er þegar einstaklingur heldur að allt snúist aðeins um sig og sína persónu. Ranghugmyndir, kvíði og ótti er einkennandi fyrir vænisjúka einstaklinga sem leyna þessu oft með hroka og yfirlæti.
Mér virðist sem ekki aðeins seðlabankastjóri sé haldinn þessum einkennum heldur allur sjálfstæðisflokkurinn. Fyrrverandi formaður Geir Haarde hljómar eins og fyrir rúmu ári síðan og eins og hann og flokkurinn hafi bara verið í löngu fríi árin fyrir hrun!
Morgunblaðið einblínir að sjálfsögðu á ábyrgð bankanna. En gleymir að nær öllu leyti hverjir undirbjuggu jarðveginn og hverjir áttu að hafa eftirlit með bönkunum. Gleymir hvernig hugsaða dreifða eignarhaldið á bönkunum fór í einn kjölfestueigenda og þaðan í bara einn eiganda. Og það undir þeirra umsjá sem þá voru við völd á Alþingi og sátu í ríkisstjórn.
Að engin af nær 150 viðmælendum Rannsóknarnefndarinnar viðurkenndu ábyrgð kemur ekki á óvart. Það voru þau sem ekki var talað við sem báru ábyrgðina eða hvað?
Neikvæð stjórnun er þegar við gefum okkur leyfi til að ráða og ákveða líf og raunveruleika annarra til að viðhalda eigin vellíðan og sjálfstraust.
Að forðast raunveruleikann með því neikvæðri stjórnun og fá útrás fyrir lélegu sjálfstrausti í valdafíkn, eyðslu, áhættuhegðun eru leiðir til að sjá ekki raunveruleikann og forðast ábyrgð.
Allt er þetta sterk vísbending um meðvirkni á háu stígi. Meðvirkur einstaklingur hefur lært ákveðið hegðunarmynstur og aðlagað sig að þeim aðstæðum sem hann býr við. Með því t.d. að taka ekki ábyrgð á ástandinu og koma sér út úr sjúklegum aðstæðum heldur aðlagar hann sig að þeim. Meðvirknin er í raun leið til að skilgreina sig í gegnum aðra.
Er þetta lýsing á ríkistjórnir síðustu áratuga? Er þetta lýsing á hegðun stjórnenda bankanna? Er þetta lýsing á hegðun okkar sem þjóð?
Meðvirkni er sjúkleiki sem tærir upp sál okkar. Hann hefur áhrif á allt okkar líf, fjölskyldur okkar, börn, vini, skyldmenni; fyrirtæki okkar og frama; heilsu og andlegan þroska. Hann er hamlandi og ómeðhöndlaður hefur hann eyðileggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra enn frekar.
Er þetta lýsing á stöðu okkar í dag? Og ef svo er hvernig leitum við lausna og finnum leiðir út úr þessu ástandi? Hvernig finnum við leiðir til að fara frá þessari lærðu hegðun og sameinast um nýjar farsælar leiðir? Eitt er ljóst við gerum það ekki án þess að taka ábyrgð á fortíð okkar og hegðun i dag. Lærum af fortiðinni og leggjum hana til hliðar og sameinumst um nýja leið að ferskri hamingju.
Valdarán Davíðs Oddssonar" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.4.2010 | 09:20
Vænhæfni vanhæfra meðvirkla sem lifa í eigin veröld.
Enn heldur hrunadansinn áfram. Skýrsla Rannsóknarnefndar gladdi mig mikið. Skýr, bein og beyglulaus talar hún til mín á venjulegu skiljanlegu máli.
Hélt eitt lítið ör smátt augnablik að eitthvað hefði breyst en svo var rýnt í skýrsluna. Og auðvitað er fólk eins og það var hvað ætti að gerast á meðan þögn ríkti og allir biðu? Svör seðlabankastjóra eru bara eðlilegt framhald af fyrri yfirlýsingum hans. Þó er magnað að aðeins tveir af þremur nefndarmönnum reynast vanhæfir. Vænisýki er þegar einstaklingur heldur að allt snúist aðeins um sig og sína persónu. Ranghugmyndir, kvíði og ótti er einkennandi fyrir vænisjúka einstaklinga sem leyna þessu oft með hroka og yfirlæti.
Mér virðist sem ekki aðeins seðlabankastjóri sé haldinn þessum einkennum heldur allur sjálfstæðisflokkurinn. Fyrrverandi formaður Geir Haarde hljómar eins og fyrir rúmu ári síðan og eins og hann og flokkurinn hafi bara verið í löngu fríi árin fyrir hrun!
Morgunblaðið einblínir að sjálfsögðu á ábyrgð bankanna. En gleymir að nær öllu leyti hverjir undirbjuggu jarðveginn og hverjir áttu að hafa eftirlit með bönkunum. Gleymir hvernig hugsaða dreifða eignarhaldið á bönkunum fór í einn kjölfestueigenda og þaðan í bara einn eiganda. Og það undir þeirra umsjá sem þá voru við völd á Alþingi og sátu í ríkisstjórn.
Að engin af nær 150 viðmælendum Rannsóknarnefndarinnar viðurkenndu ábyrgð kemur ekki á óvart. Það voru þau sem ekki var talað við sem báru ábyrgðina eða hvað?
Neikvæð stjórnun er þegar við gefum okkur leyfi til að ráða og ákveða líf og raunveruleika annarra til að viðhalda eigin vellíðan og sjálfstraust.
Að forðast raunveruleikann með því neikvæðri stjórnun og fá útrás fyrir lélegu sjálfstrausti í valdafíkn, eyðslu, áhættuhegðun eru leiðir til að sjá ekki raunveruleikann og forðast ábyrgð.
Allt er þetta sterk vísbending um meðvirkni á háu stígi. Meðvirkur einstaklingur hefur lært ákveðið hegðunarmynstur og aðlagað sig að þeim aðstæðum sem hann býr við. Með því t.d. að taka ekki ábyrgð á ástandinu og koma sér út úr sjúklegum aðstæðum heldur aðlagar hann sig að þeim. Meðvirknin er í raun leið til að skilgreina sig í gegnum aðra.
Er þetta lýsing á ríkistjórnir síðustu áratuga? Er þetta lýsing á hegðun stjórnenda bankanna? Er þetta lýsing á hegðun okkar sem þjóð?
Meðvirkni er sjúkleiki sem tærir upp sál okkar. Hann hefur áhrif á allt okkar líf, fjölskyldur okkar, börn, vini, skyldmenni; fyrirtæki okkar og frama; heilsu og andlegan þroska. Hann er hamlandi og ómeðhöndlaður hefur hann eyðileggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra enn frekar.
Er þetta lýsing á stöðu okkar í dag? Og ef svo er hvernig leitum við lausna og finnum leiðir út úr þessu ástandi? Hvernig finnum við leiðir til að fara frá þessari lærðu hegðun og sameinast um nýjar farsælar leiðir? Eitt er ljóst við gerum það ekki án þess að taka ábyrgð á fortíð okkar og hegðun i dag. Lærum af fortiðinni og leggjum hana til hliðar og sameinumst um nýja leið að ferskri hamingju.
Davíð sagði nefndarmenn vanhæfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Við erum vægast sagt mjög óhressir" segir formaður Fíf og er móðgaður. En að mis-nota aðstöðu sína til að knýja fram hluti er sem sagt þroskuð samningaaðferð? Fengum loforð um alvöru samningamenn! En svona framgangsmóti er yfirleitt aðeins möguleg leið þeirra sem geta stöðvað allt og alla með aðgerðum. Fárra í lykilstöðu í samfélaginu. Um leið þeirra sem eru með meir en meðallaun eða meira.
Er ekki kominn tími á nýjar leiðir við samningagerð? Það er alltaf vitað um lengd samninga en lítið gert fyrr en komið er að ögurstundu og hægt að hóta með aðgerðum. Afhverju er ekkert gert? Það þarf auðvitað tvo til að ná samningum.
Algengast virðist vera að með rörasýn horfa á allt sem aðilar eru ekki sammála um! En það er of oft stærsti og mikilvægasti hluti samninganna. Heitir ekki þáttur "24" en það er alltof oft móttó samningsaðila. Njótum þess að vaka og gerum svo í svefngalsanum samninginn sem við gátum gert í upphafi. Þessi "24" spennuþáttaraðferð er löngu úrrelt!
Það er til fólk sem kann og ættu að vera til þekktar aðferðir sem gera þetta sífellda hryðjuverkabrölt óþarft.
"Loftur Jóhannsson, formaður samninganefndar flugumferðarstjóra, lýsti í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld miklum vonbrigðum með ríkisstjórnina, sem hann sagðist hafa bundið miklar vonir við sem stjórn hinna vinnandi stétta. Sagði hann ríkisstjórnina hafa látið undan hvatningu stjórnarandstöðuþingmanns um að fremja mannréttindabrot og vísaði þá til þess, að Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti þeirri skoðun í samtali við mbl.is í gærkvöldi, að setja ætti lög á deiluna."
Stór orð um mannréttindabrot hjá ríkisstjórn hinna vinnandi stétta segir Loftur. En hinir vinnandi stéttir eru á fleiri stöðum en hjá fámennum hópum í lykilstöðum til hryðjuverku. Ábyrgð þeirra sem stjórna stendur á breiðari grunn en áðurnefndum hagsmunagrunni.
En ábyrgð beggja aðila er jöfn! Ábyrgð til að semja er hjá báðum á meðan samningar eru í gildi og klára málið með góðum fyrirvara.
Stór orð og hótanir eru aðferðir sem er hvorugum aðila til sóma. Lýsir frekar stöðnun við að finna leiðir og uppgjöf þess sem hefur enga lausn. Þegar vandamálið er stærra en að finna lausnina er alltaf niðurstaðan eins og hún varð hjá þessum aðilum sem gátu ekki samið án aðgerða þess sem er úrræðalaus.
"Við erum vægast sagt mjög óhressir" segir formaður Fíf og er móðgaður. En að mis-nota aðstöðu sína til að knýja fram hluti er sem sagt þroskuð samningaaðferð? Fengum loforð um alvöru samningamenn! En svona framgangsmóti er yfirleitt aðeins möguleg leið þeirra sem geta stöðvað allt og alla með aðgerðum. Fárra í lykilstöðu í samfélaginu. Um leið þeirra sem eru með meir en meðallaun eða meira.
Er ekki kominn tími á nýjar leiðir við samningagerð? Það er alltaf vitað um lengd samninga en lítið gert fyrr en komið er að ögurstundu og hægt að hóta með aðgerðum. Afhverju er ekkert gert? Það þarf auðvitað tvo til að ná samningum.
Algengast virðist vera að með rörasýn horfa á allt sem aðilar eru ekki sammála um! En það er of oft stærsti og mikilvægasti hluti samninganna. Heitir ekki þáttur "24" en það er alltof oft móttó samningsaðila. Njótum þess að vaka og gerum svo í svefngalsanum samninginn sem við gátum gert í upphafi. Þessi "24" spennuþáttaraðferð er löngu úrrelt!
Það er til fólk sem kann og ættu að vera til þekktar aðferðir sem gera þetta sífellda hryðjuverkabrölt óþarft.
"Loftur Jóhannsson, formaður samninganefndar flugumferðarstjóra, lýsti í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld miklum vonbrigðum með ríkisstjórnina, sem hann sagðist hafa bundið miklar vonir við sem stjórn hinna vinnandi stétta. Sagði hann ríkisstjórnina hafa látið undan hvatningu stjórnarandstöðuþingmanns um að fremja mannréttindabrot og vísaði þá til þess, að Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lýsti þeirri skoðun í samtali við mbl.is í gærkvöldi, að setja ætti lög á deiluna."
Stór orð um mannréttindabrot hjá ríkisstjórn hinna vinnandi stétta segir Loftur. En hinir vinnandi stéttir eru á fleiri stöðum en hjá fámennum hópum í lykilstöðum til hryðjuverku. Ábyrgð þeirra sem stjórna stendur á breiðari grunn en áðurnefndum hagsmunagrunni.
En ábyrgð beggja aðila er jöfn! Ábyrgð til að semja er hjá báðum á meðan samningar eru í gildi og klára málið með góðum fyrirvara.
Stór orð og hótanir eru aðferðir sem er hvorugum aðila til sóma. Lýsir frekar stöðnun við að finna leiðir og uppgjöf þess sem hefur enga lausn. Þegar vandamálið er stærra en að finna lausnina er alltaf niðurstaðan eins og hún varð hjá þessum aðilum sem gátu ekki samið án aðgerða þess sem er úrræðalaus.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aftur er verkfall og mikil óþægindi fyrir farþega sem ætla nota flugið þennan morgun. Áratugum saman höfum við átt met í verkföllum vegna getuleysi til að vinna að málunum "eðlilega" á samningstímanum. Það virðist vonlaust að verða á eitt sáttir um að verkfall sé ekki farsæl leið fyrir neinn í raun. Oftast hafa allir tapað og við þekkjum slíkar niðurstöður.
Löngum hefur verið til siðs að kröfurnar séu þrisvar sinnum hærri en líklegt samkomulag og tilboðin eru lægri en lág. Það er úrrelt að þurfa að fara þessa leið auk þess sem hún er í raun svolítið kjánaleg. Börn eru nær raunveruleikanum í samningum sínum við fullorðna. Afhverju þessi ótrúlega aðferð þegar fullorðnir semja sín á milli.
Auðvitað gæti komið til verkfalls í einstaka tilvikum hjá ákveðnum láglaunastéttum en slíkt á að vera óþarfi í nútímahugsandi samfélagi jafnræðis.
Draumakjaftæði segir einhver, en afhverju? Afhverju bíða með samninga þar til á síðasta dag og byrja með heilt úthaf á milli aðila? Afhverju þessi sífelldi samanburður við útlönd? Afhverju eru stéttarfélög ekki að þrysta af alvöru á matarverð, húsnæðisbætur, lágmarkslaun og slíka hluti af festu allt árið. Í þessum þáttum liggur hin raunverulega búbót þeirra sem eru illa launaðir enda hægt að stýra endurgreiðslum og tekjuviðmiða.
Stéttarfélög eru að verða að einhverskonar klúbbum vellaunaðra sem eru í góðri fjarlægð frá raunveruleikanum. Stéttarfélögin þarf líklega að breyta og færa inn í nútímann! Góð byrjun það.
Áhrif á þúsundir flugfarþega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.3.2010 | 10:33
Nálægt hverju, einhverskonar snertilendingu? Hverjir geta leitt okkur til raunverulegrar lendingar?
Enn hefst umræðan um fötin sem hinn nakti keisari er ekki enn í klæddur. Hringsól um "ekki neitt" umræða í tómarúmi einskisins og sífelldar afsakanir, réttlætingar því óttinn við breytingar er öllu yfirsterkari. Sífelld leit eftir lausn sem hinir geta samþykkt! Alltaf verið að taka ábyrgð á viðbrögðum viðsemjenda á okkar kostnað. Útskýringar sem fletja aðrar útskýringar út og gera að engu það sem fyrir var haldið. Einhvern veginn verður botninn þynnri og þynnri um leið og byrjað er að fletja deiglegar skoðanir og hugmyndir út með endurteknu tali um það sem var í raun "ekki neitt".
Formenn mæta í Silfur Egils og enn er karpað um hver sé bestur í að vera verstur og hvers sé ábyrgðin. Þið gerðuð þetta, þið sögðuð þetta, hugsuðuð þetta og þið ætlið örugglega að gera þetta "ekki eins og við viljum" heldur eins og þið viljið. Þið eruð verst ykkur er alls ekki trúandi til eins né neins!
Ekkert, við skulum taka saman höndum og vinna að lausn þessara mála. Ekkert, við skulum leggja deilur um dægurþras og eigin metnað til hliðar og vinna sameiginlega að "við" lausn hagsmunamál okkar sem þjóðar.
Nýjar leiðir án nýrra hugmynda, hugsana og nýs fólks leiða aftur á gamlar slóðir. Það er að gerast núna að sama fólkið sem setið hefur í forsvari jafnvel áratugum saman heldur að það geti notað gömlu aðferðirnar til að komast nýjar leiðir á nýjan áfangastað. Þeir "nýju" formenn sem litið hafa ljós dagsins koma úr gömlum uppeldisbúðum eldri hugmynda, hugsana og framkvæmda flokka sinna og hafa ekkert nýtt til málana að leggja.
Þap fylgir því átök, sársauki og efasemdir að stíga upp úr gömlum hjólförum og fara nýjar leiðir. Það þarf hugrekki til að hætta að spóla í sama pyttinum og styra farteskinu upp úr þeim djúpu hjólförum sem það er komið í. Hann er fúll pytturinn sem við erum að sulla í núna.
Það þarf nýtt fólk til að leiða okkar þessa nýju leið. Ef litið er yfir flokka og fólk er lítið um ný andlit sem hafa þennan sjaldgæfa eiginleika að tindra af hugrekki, ákefð og löngun til breytinga. Ég vil sjá tilfinningapólítík, sjá leiftrandi hugsjónir velta gamla hagsmunapólítík um koll og flotta formúlubílstjóra keyra hugmyndavagni okkar á nýrri braut í átt að nýjum og ferskum lausnum.
En hvar er fólkið sem getur leitt okkur áfram ásamt auðvitað stórum hópi hugsjónasmekkfullra hugmyndasmiða. Því enginn einn gerir þetta en forustusauð þarf.
Þar sem ég er enn í stuðningsliði VG auglysi ég eftir ykkur gott fólk. Vissulega er ég gamall stuðningsmaður hugsjónamannsins af Grímshaganum en við erum nú báðir að komast á vitringaaldurinn? Ein er þó þarna sem leiftrar í eigin hugsjónakrafti má vera að hennar tími sé að koma. Eða hvað segist um það Guðfríður Lilja?
Vorum nálægt samkomulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.3.2010 | 12:50
Þjóðaratkvæðagreiðslan! Fyrirmynd og fyrirmyndarleysið!
Enn rís Ólafur Ragnar upp og nær vinningnum! Þau sem tapa eru forsætis- og fjármálaráðherra með afstöðu sinni til málefnisins. Má vera að það sé ákvörðun hvers og eins hvort hann kýs eða ekki en formenn ríkisstjórnarflokkanna eru ekki venjulegir kjósendur. Þau eru fyrirmynd um hvernig við notum lýðræðislegan rétt okkar til að segja álit okkar á ákveðnum málefnum.
Forsetinn svaraði vel spurningunni um markleysi kosningana! Markleysið og tilgangsleysið sem formennirnir tala svo mikið um.
Markleysan er nú ekki meiri en það að greiða á atkvæði um gildandi lög um Icesave, segja já eða nei! Auk þess hefur þessi leið beitt hollendinga og breta miklum þrýstingi og breytt áliti margra útlendinga á málefninu.
Því miður hefur framganga forsætis- og fjármálaráðherra gert það að verkum að þau koma út úr þessu í tapi. Vantraust og efasemdir birtast um getu þeirra til að fara nýjar óhefðbundnar leiðir til þess að efla land og þjóð.
Við virðumst þurfa algjöra endurnýjaða forustu til að halda áformum "búsárhaldarbyltingarinnar" áfram og í fararbroddi.
Ólafur Ragnar búinn að kjósa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2010 | 11:38
Steingrímur ólíklegur! Jóhanna situr heima!
Hvorki Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, né Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, gera ráð fyrir því að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave!!!
Get hér endurtekið blogggið frá því í morgun og ekki virðist vanþörf á!!!! Þetta heitir þjóðaratkvæðagreiðsla og forsvarsmenn þjóðarinnar eru í háæruverðugu þunglyndi yfir að fá ekki sínum vilja framgengt!!! Hvernig eiga þessir aðilar að geta leitt okkur áfram inn á nýja farsæla en hugsanlega mjög erfiða leið? Ekki vil ég aðra flokka en hugsanlega annað fólk sem stýrir skútunni!! Einhvernveginn hefur ekki nýhugsunin sem átti að skila sér með "búsárhaldarbyltingunni" komist inn í hugmyndasmiðja þessa fólks. Enda staðreynd að eftir að í áratugi hafa spólað í sama farinu er erfitt að komast upp úr hjólförunum og sjá nýjar leiðir birtast. Það fylgir því alltaf sársauki að breyta um kúrs en ef við stígum ekki inn í sársaukann í gegnum óttann við breytingar gerist barasta ekki neitt!!!!!! En reynsla annarra þjóða sýnir að yfirleitt þarf nýtt fólk sem er óskemmt af fyrri afrekum til að vera í fararbroddi fyrir nauðsynlegum oft sársaukafullum samfélagslegum breytingum.
"Mér finnst þetta markleysa og finnst mjög dapurlegt að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins verði um lög sem þegar eru orðin orðin úrelt. Í ljósi þess sé ég engan tilgang í að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu," hefur Fréttablaðið eftir Jóhönnu. En er ekki ljóst að forsætisráðherra mundi mæta ef málefnið væri henni þóknanlegt? Þessi afstaða er of augljóslega reiði, gremju- og vonbrigðisafstaða sem ekki er gott leiðarljós fyrir kjósendur sem hugsanlega enn eru í óvissu um afstöðu sína.
Það á ekki að vera talinn markleysa að mæta á kjörstað. Að mæta er lýðræðislegur réttur og skylda finnst mér. Mæta og taka afstöðu á kjörstað - það að skila auðu er afstaða!!
Ummæli forsætis- og fjármálaráðherra hafa verið á "kantinum" svo að segja! Forgöngufólkið hefur ekki verið upplitsdjarft að mínu mati. Er það ekki ljóst að fyrst eftir synjun forseta um staðfestingu laga um Ice-save fór hjólið að snúast okkur í hag? Með nýju samningafólki, erlendum kunnáttumanni og ákveðni fór eitthvað að gerast. En eins og ég hef áður sagt bjartsýni verður alltaf að vera í fararbroddi. Á það hefur skort í alltof miklum mæli. Margt hefur breyst en það hefur verið eins og hafi þurft að neyða ríkisstjórnina áfram þessar nýju leiðir. Ég hef alltaf verið hlynntur félagslegum- vinstrisinnuðum hugsjónamiklum ríkisstjórnum en nú er farið að skorta þessa þætti.
Það er að mínu viti skylda að mæta á kjörstað. Hvað þá ef viðkomandi aðilar eru í forsvari fyrir okkur og fyrirmynd sem við eigum að geta litið upp til. Með, á móti eða autt breytir engu ábyrgðin liggur í að nota rétt sinn.
Það eru skyr skilaboð sem koma úr kjörkössunum. Skilaboð til allra sem munu gera mikið fyrir land og þjóð.
Það er of dýrkeypt að láta ekki hjartað ráða för!!
Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2010 | 09:58
Jóhanna þetta er ekki nógu gott!!
"Mér finnst þetta markleysa og finnst mjög dapurlegt að fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá stofnun lýðveldisins verði um lög sem þegar eru orðin orðin úrelt. Í ljósi þess sé ég engan tilgang í að taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu," hefur Fréttablaðið eftir Jóhönnu. En er ekki ljóst að forsætisráðherra mundi mæta ef málefnið væri henni þóknanlegt? Þessi afstaða er of augljóslega reiði, gremju- og vonbrigðisafstaða sem ekki er gott leiðarljós fyrir kjósendur sem hugsanlega enn eru í óvissu um afstöðu sína.
Það á ekki að vera talinn markleysa að mæta á kjörstað. Að mæta er lýðræðislegur réttur og skylda finnst mér. Mæta og taka afstöðu á kjörstað - það að skila auðu er afstaða!!
Ummæli forsætis- og fjármálaráðherra hafa verið á "kantinum" svo að segja! Forgöngufólkið hefur ekki verið upplitsdjarft að mínu mati. Er það ekki ljóst að fyrst eftir synjun forseta um staðfestingu laga um Ice-save fór hjólið að snúast okkur í hag? Með nýju samningafólki, erlendum kunnáttumanni og ákveðni fór eitthvað að gerast. En eins og ég hef áður sagt bjartsýni verður alltaf að vera í fararbroddi. Á það hefur skort í alltof miklum mæli. Margt hefur breyst en það hefur verið eins og hafi þurft að neyða ríkisstjórnina áfram þessar nýju leiðir. Ég hef alltaf verið hlynntur félagslegum- vinstrisinnuðum hugsjónamiklum ríkisstjórnum en nú er farið að skorta þessa þætti.
Það er að mínu viti skylda að mæta á kjörstað. Hvað þá ef viðkomandi aðilar eru í forsvari fyrir okkur og fyrirmynd sem við eigum að geta litið upp til. Með, á móti eða autt breytir engu ábyrgðin liggur í að nota rétt sinn.
Það eru skyr skilaboð sem koma úr kjörkössunum. Skilaboð til allra sem munu gera mikið fyrir land og þjóð.
Það er of dýrkeypt að láta ekki hjartað ráða för!!
Jóhanna ætlar ekki á kjörstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2010 | 08:54
Einhvern veginn - fljótandi á sprengjusvæði rekandi stefna?
"Munum alltaf bregðast einhvern veginn við" segir Steingrímur J. en hvað þýðir þetta? Verður að segjast að ekki er þetta traustvekjandi yfirlýsing.
Tilboð breta og hollendinga er á skjön við það sem hafði verið rætt. Sem þýðir væntanlega að ekki hefur verið hlustað? Sendinefnd íslendinga ekki tekin alvarlega.
Hvernig væri að standa í alla fætur og tala upphátt um "dirty business" stefnu útlendingana. Ég er seinþreyttur til leiðinda en þetta er nú orðið alveg ágætt! Kominn tími til að svara og segja þetta er lokatillboð Íslands. Takið því eða gleymið samkomulagi.
Mér finnst fremur óþægileg þessi tilfinning af því að standa pínu allsber fyrir framan viðsemjendur okkar og biðja um skýlu. Eins og nekt sé skömm en ekki eðlileg. Það sýnist fremur líklegt að við munum valsa allsber um evrópu og segja einfaldlega þetta gengur einfaldlega ekki svona! Við skömmumst okkur ekki fyrir nekt okkar og erum tilbúin til að bjóða upp á okkur þar til viðunandi klæði fást.
Langsótt samlíking? Hugsanlega en er ekki allt þetta mál orðið langsótt, þreytandi og komin tími til að senda lokasvar. Opið lokasvar í stórum fjölmiðli? Einfaldlega hætta þessum pólístiska í þykjustunni kurteisa sandkassaleik og sprengja blöðruna.
Vilja 2,75% álag á vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |