Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Flutti vorið með sér!

Góður og bjartsýnn Pólverji kom með vorið í hjarta sínu til Ólafsvíkur ..  Þetta boðar gott fyrir rótgróna mörlanda finnst mér!  Þeir í Ólafsvík eru heppnir að hafa snyrtipinnann Pienkowski hjá sér.


mbl.is Garðsláttur hafinn í Ólafsvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Palestína sjálfstætt ríki?

Hefur Ísland viðurkennt hina nýja þjóðstjórn Palestínu? Nei, eins og svo oft drögum við lappirnar.  Norðmenn og svíar hafa eðlilega gert það.  Frjálsar kosningar voru haldnar og þetta var niðurstaða kosninganna og hver erum við að segja að þetta þókknist okkur ekki?  Hvað ef svona væri gert við okkur?  Þjóðstjórnin er með 95% þjóðarinnar á bakvið sér og við erum hræddir við Bandaríkjamenn eða hvað?  Fæ hroll og fyllist sorg þegar ég horfi á myndina af múr Ísraels sem verið er að reisa milli þjóðanna.  Hvar er samkenndin og samhugurinn og hvar er víkingaeðli okkar?  Er það kanski bara notað við útrás fyrirtækja og í yfirtökutilboðum?  Hvernig líður fólkinu í þessum löndum?  Hvað vill hinn venjulegi íbúi þessara landa?  Örugglega ekki það líf - leysi sem býðst þeim í dag!

Múrinn.................................................................................mynd Eva Líf Einarsdóttir                          Múrinn !! e. Eva Lind.....  

Raunverulegur grátmúr.                                            

Er hægt að hugsa sér skelfilegra en svona austantjaldsmúra til að loka fólki frá lífinu sjálfu.  Er hægt að lifa og starfa á grundvelli gamals haturs vegna löngu liðinna atburða?  En mér virðist sem eldir kynslóðir hangi í hatrinu og kenni það svo þeim ungu!  Segi það satt þetta er dapurt og líka hvernig við af hugleysi göngum ekki fram fyrir meðbræður/systur í Palestínu og Ísrael og segjum hug okkar.  Engin vill þetta er samt er þetta raunveruleikinn.  Hvar er augnablikið sem við getum gripið stundin sem gæti skipt máli?  Hvar er kærleikurinn og hugrekki okkar sem frjáls þjóð sem barðist fyrir sínu sjálfstæði fyrir fáeinum árum.  Starf Íslands á að vera friðarstarf og við eigum að standa upp fyrir þeim sem vilja lifa frjáls og í friði.  Múrinn er dapur vitnisburður um stefnu sem getur ekki gengið upp.  Það er vonlaust að til lengdar sundra fólki og halda úti þessa óttastefnu að aldrei leyfa neinum að trúa á friðinn.  Láta fólk lifa með öll skynfæri sín tengd við óttan og sífellt vera að gá og hlusta eftir sprengjum og skothljóðum.  Ég horfi á norðurljósin og hlusta á fuglasöngin.. Leyfum öðrum að upplifa þetta og þögnina mína sem er óttalaus! ! Viðurkennum þjóðstjórnina í Palestínu........


Lyftum vitund okkur og sjáum heildina.

Stundum verð ég hræddur við ástandsleysið sem er í gangi.  Allir á kafi í sjálfu ástandinu og að setja litla plástra á sárin.  Engin horfir yfir sviðið upp fyrir ástandið sjálft, engin þorir að krefjast endurnýjunar eða uppskurðar og ekkert breytist!

Upplifi mig sem atvinnunöldrara með sömu lausnina á tungunni sífellt að elda sama grautinn.  En endurtekning er oftast nauðsynleg stundum oft og oft.   Held við séum stundum svo hrædd við að hræra í grautarpottinum að allt brenni við og verði bragðvont.  En óttinn við breytingar, óttinn við tímabundinn vanda vegna endurnýjunar má ekki stöðva réttlætið. 

Ef við dveljum í gjörðum og tali í vandamálunum verði þau stærri og stærri svo einfalt er það.  Lausnin er alltaf það sem tala verður um hugsa, taka ákvörðun og framkvæma er lausnarmiðuð aðferð sem reynst hefur mörgum góð.   Við leysum ekki vanda dagsins með nefnd sem kemur svo með hugmynd að lausn þegar allt er liðið hjá.  Allt líður hjá þannig er það bara!  Ekki alltaf í rétta átt en allt líður hjá og viljum við vera bara áhorfendur að lífinu? 

Lyftum okkur upp fyrir vanda dagsins í dag.  Skoðum samfélag okkar sem heild og vinnum í lausninni.   Getur vel verið að eitthvað versni fyrst en svo er oft.  Reynum þá aftur og finnum sameiginlega leið að farsælu lífi. 

Vinnan göfgar ekki alltaf manninn.  Hún rænir okkur líka allar samverustundir og oft kærleikan til okkur sjálfrar.  Eins og allt er byggt upp í dag er engin leið framhjá ofurlöngum vinnutima sem skilar í raun ekki betri eða vandaðri vinnu.   Og alls ekki meiri hamingju fyrir manneskjuna! 

Til hvers byggjum við morgun-dag-kvöld og næturheimili fyrir börn og eldra fólk.  Fáum við fleiri gæðastundir vegna þessa?  Held ekki,  en hugsanlega stærra samviskubit og magasár.  Við verðum að staldra við og endurskoða og endurnýja og byrja lífið upp á nýtt.  Sem ein heild fólk í góðu landi þar sem nóg er til af öllu aðeins svo svakalega illa gefið! !

Samfélagið sem slíkt deyr ef við hættum ekki að elta skottið á hamingjuhjólinu og stöðvum það eitt lítið augnablik.  Eitt augnablik er nóg til að sjá og skoða, skilja og breyta og byrja upp á nýtt.........

Lyftum vitund okkar og sjáum heildina.....................   

 

 


Hungur í kærleika og líf í deginum?

Eins og alltaf verð ég orðfár (fár er gott orð) þegar er spurt,  er  lífið svona?  Hvað veldur því að við "vitsmunaverur" gerum það sem síst skyldi gera?  Afhverju troðumst við á náunga okkur í daglega lífinu eins og á stórútsölu á lífsgæðum?  Sjálfhverfan er trúartákn þjóðar sem er ófær um að takast á við hið daglega líf án hjálpartækja.  Líf okkar gæti verið partý en við höfum ekki tíma. 

Sífelldar eftiráreddingar er leiðin sem við í óþolinmæði förum eins og um rallíakstur væri að ræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur styrt en framsókn skipt um gír síðustu árin.   En samt er upplifunin eins og keyrt sé áfram með augun í bakkspeglinum- engin framtíðarsýn. Og svona athæfi getur aðeins endað með brakandi ákeyrslu! Og reddingarmeistarnir geta engu reddað meira "þetta verður bara að vera klessa".

Oft er ákeyrsla nauðsynleg stundum þarf ástandið að versna áður en það getur lagast. Þannig þarf hatur, græðgi og eigingirni að koma upp á yfirborðið áður en það hreinsast burt. 

En nú er nóg komið finnst mér.  Kominn tími á endurreisn kærleiksríks samfélags sem byggir á rétti allra til mannsæmandi lífs og réttlátan hluta af þjóðarkökunni.

Hættum að yppta öxlum yfir óréttlæti sem aðrir verða fyrir.  Okkur kemur það við hvernig náunga okkar líður.  Hættum að bíta á jaxlinn þegar við verðum fyrir vonbrigðum.  Lítum ekki undan þegar vonleysið birtist á skjánum og angistarfull þögul augnaráð hrópa á hjálp.  Hættum að vera áhorfendur að lífinu verðum þáttakendur.  Gerum eitthvað, framkvæmum og vinnum í málunum.

Forvarnarstarfsemi er í skötulíki hér.  Engin þolinmæði í skipulagi og fjármögnun.  En samt vita allir að forvarnarstarf er grunnur að því að hægt sé að draga úr kostnaði vegna sjúkdóma, slysa og t.d. vandamála sem tengjast geðheilbrigðismálum almennt.  Meðferðarúrræði vegna alkóhólísma eða fíkniefnaneyslu að öðru leyti er ekki til hjá opinberum aðilum.  Hvað þá vegna annarra fíkna eins og átröskunar eða spilafíknar.  Félagasamtök reyna sitt besta en ríkið þvær hendur sínar og segir "ekki benda á mig".  Engin ábyrg heildaryfirsýn er til eða markmið sem hægt er að taka alvarlega.  Þetta er þolinmæðisvinna sem stjórnmálafólk í dag hefur ekki getu til að sinna.

Víkjumst ekki undan ábyrgð krefjumst réttlátara húsnæðiskerfis.  Þetta sem er í gangi er tóm endaleysa.  Allir að veita lán sem festa okkur í fjötra lánastofnana um allann aldur.  Horfumst í augu við frambjóðendur til næsta þings og gerum kröfur um að staðið verði við loforðin stóru um betra og einfaldara líf.   Bylta verður fyrirkomulagi húsnæðismála og koma á einfaldara og réttlátara kerfi.  Miklu nær er að koma upp leiguíbúðum með hlutareign eða án!  Við eigum í raun ekkert í þessu húsnæði eins og allt er í dag.  Bankarnir og Íbúðalánasjóður eiga þetta og okkur.  

Ein lánastofnunin auglýsir "borgið bara vexti í fimm ár -jafnvel 100% lán". Ótrúlegt að setja fólk í svona ánauð hjá lánastofnun og bankinn er að eignast,  ég borga vexti.   Tilhvers er þessi vitleysa sett á svið?

Verum ekki áhorfendur og þiggjendur að eigin velferð og lífi.  Tökumst á við ábyrgð og skyldur og gerum kröfur um uppstokkun á velferðarkerfinu og að gefið verði aftur.  Gefið verði aftur undir okkar eftirliti.  Við eigum þetta land og þennan ríkissjóð og ráðum því hvernig hann verði notaður okkur til góðs.  Er leiður á útrás víkinga og kauprétti dagsettum í fortíðinni og greiddir út í ímyndaðri framtíð.  Skil ekki þessar milljónatugi á mánuði eða milljarða og sæti á forbeslista.  Allt er þetta gott og blessað er ég verð að fá meiri nánd.  Líf mitt er hér og nú í  deginum í dag með þeim peningum sem til eru í dag.  Við skulum líta inn á við og gera innrás í ríkissjóð og skipta upp á nýtt.

Bylting er nauðsynleg og aðeins spurning um festu,  ákveðni og hungur í kærleika og réttlátt líf.  Bylting er nauðsýnlega vegna þess að ekkert er að gerast í grundvallaratriðum lífs míns sem einstaklings hér og nú.   Endurskoðun á velferðarkerfinu frá grunni með hagsmuni allra að leiðarljósi er fyrsta verkefni nýrrar stjórnar.   Hungur okkar í kærleika er svo augljós þegar við skoðun okkur í grunninn.  En við eltum í blindni græðgisguðinn erum í endanlausum tímaskorti hjúpuð vanmætti okkar til að staldra við og horfast í augu við okkur sjálf.

En samt er gaman það er nú hin hliðin á peningnum.  Það er gaman af því að allt er hægt vegna þess að allt er til.  Hef bara ekki rétt spil á hendi í dag en ég breyti því.  Verð í vinningsliðinu eftir kosningar með ykkur.   


Dagur með sólskin og birtu.

Vaknaði opnaði augun og drakk kaffi.

Lífið 13. febr. 2007.

Dagur sem byrjaði með opnum augna og svo talsvert af kaffi.  Opnaði bók sem heitir "Ég er innra með þér" og las yfir daginn.  Merkilegt verið að fjalla um vald og ábyrgðinni sem fylgir því að nota það. 

Sá ykkar sem syndlaus er.......................

Mörgum brá þegar Árni Johnson kom í viðtal og lýsti yfir iðrun sinni! Iðrunin var skilyrt hann var nefnilega dæmdur vegna tæknilegra mistaka sagði minn maður en ekki vegna sektar.  Brot hans voru ekki raunveruleg heldur bókhaldslegar rangfærslur.  Þetta var ekki iðrun heldur tæknileg útfærsla brotamans á getuleysi sínu til að biðjast fyrirgefningar. Ekki góð byrjun á þingmennsku, ekki góð byrjun á nýju lífi alls ekki trúverðugt upphafsstef.  Ég undrast enn blindni Árna að fara í framboð í stað þess að láta siðferðisvitund ráða för og láta gott heita.  Og hvaðan kom þessi stuðningur?

Tæknileg misstök sagði líka sendiherra Ísraels um morð á óbreyttum borgurum í Palestínu Ótrúlega ósvífin framkoma þessa fulltrúa nýrrar aðferðar hryðjuverka! Aðferðar hinna tæknilegu mistaka! Ég undrast alltaf undanslátt evrópuríkja við Bandaríkin sem þegja látlaust yfir hrikalegum aðferðum Ísraels við nágranna sína.  Og ekkert er talað um múrinn mikla sem aðskilur fólk frá vinum og vinnu sinni og er ekkert betri en múrinn sem var á milli Austur og Vestur Þýskalands.   Hrópandi níðingsleg framkoma Ísraela í garð Palestínu er eitt af stóru málunum en ekkert rætt af viti neinsstaðar. Auðvitað eru Palestínumenn ekki saklausir í öllu og aðferðir þeirra orka oft tvímælis en ekkert réttlætir þessar aðferðir Bandaríkjanna og Ísraels. 

Áhugai heimsins er ekki nægjanlegur þetta er ekki nógu spennandi? Engin virðist ætla taka ábyrgð á þessum harmleik og flotið er að feigðarósi meðan heimurinn horfir í aðra átt..............................    


Er fjármagnið og fagfólkið að taka völdin?

Prófkjör eru á fullu og ljóst að vandi kjósenda er að aukast.  Eitt vekur furðu mína, hvaðan koma peningarnir í þennan glansauglýsingaslag? Hver borgar fyrir þetta og hver á hvað inni hjá hverjum? Er ekki magnað að ekkert yfirlit frá frambjóðendum birtist! Ekkert heyrist frá þeim um gullkistu -fundinn. Um þetta finnst mér eins og með fjármál flokkanna, allt á að vera á yfirborðinu! Í raun á ekki að kjósa flokka sem birta ekki yfirlit um greiðslur til þeirra.   Það er ekki nóg að segja við erum heiðarleg því miður það verður að sjást svart á hvítu.  Nú á tíma hraðrennslis fjármagns getur einföld tímasparandi fyrirgreiðsla (í sakleysi sínu) skipt ótrúlegu máli fyrir hagsmunaaðila.  Peningar skapa völd og völd peninga og það er mjög mikilvægt að hver og einn sé hvítur allaveganna ljós yfirlitum þegar inn á Alþingi er stígið.  Ég vil vita um þetta áður en ég ákveð hvert atkvæði mitt fer.  Á einhver einhvern eða á engin engan? Þetta er málið góðir frambjóðendur.

Annað er merkilegt orðið, það hvað hópur þeirra sem vilja á þing er einsleitur.  Einhver hula hvílir yfir flesta sem sést ekki í gegn.  Einhver fjarlægð er komin sem var ekki.  Þetta er fagfólk sem lærði í ungliðahreyfingum og hélt áfram örugga leið upp á við.  Lítil sem engin lífsreynsla, þjáningarlaus sviplítil andlit á skjánum sem mér finnst ekkert áhugavert við.  En auðvitað eru til undantekningar.  Hættan er samt sú að flestir muni bara kjósa eftir flokksaga og línulega rétt ef inn komast.  Og svoleiðis er satt að segja moðgun við sjálfstæði og ábyrgð hvers þingmanns um að samviskan ráði för.  


Ríkisstjórn í þykjustuleik með húsnæðismál landsmanna.

Magnað að fylgjast með hvernig stjórnmálamenn eru á barka hvors annars.  Ekki má hrósa andstæðingum né taka upp þær hugmyndir minnihlutans sem góðar eru. Hvað ætli það kosti okkur sem þjóð að vinnubrögð Alþingis skulu vera með þessum hætti.  Að meirihluti Alþingis þverskallist við því sem gott er bara af því bara er í raun moðgun við kjósendur. Ekkert barn hagar sér svona ekkert fyrirtæki er rekið svona af hverja er þjóðarbúið rekið svona? 

Ef hvarflar að meirhlutanum að henda út gömlum gíldum aðferðum "af því bara" þá er það gert! Vann við húsnæðismál í nærri tvo áratugi og horfði oft skelfingulostinn til næstu kosninga ef stjórnarskipti voru væntanleg.  Engin skynsemi komst að bara breyta næstum því breytinganna vegna.  Þessu fylgdu oft mikill tilkostnaður og alltaf of stuttur aðlögunartími vegna nyrra aðferða.  ekki mátti prufukeyra nýjar aðferðir og allt var í hers höndum í langan tíma.  Hvað ætli þetta kosti okkur á hverjum tíma fyrir sig? 

Félagslega kerfið var lagt niður,  fyrirkomulag sem varð til við setingu laga og bygginu fyrstu íbúðana upp úr 1930 á Akureyri.  Ekkert hefur komið í stað þess en eftir 20 ára starf við þessi mál var mér ljóst að þetta var það besta sem völ var á.  Vissulega mátti sníða vankanta af því en nei út skyldi það um 1998 og út fór það.  Sjálfstæðis- og framsóknarflokkur fóru svo rangt með ástand þessara mála að ljóst er að um fölsun staðreynda var að ræða.  Nú fara fleiri og fleiri íbúðir út á almennan markað af félagslegu íbúðunum og fækkar möguleikum láglaunafólks til öruggs húsnæðis dag frá degi.

Greiðslukjör lána Byggingarsjóðs verkamanna voru þau bestu sem kostur var á.  Hámarksreglur um tekjur og eignir giltu vegna þessara lána en stjórnmálamenn voru sífellt að krúnka í og hækka hámark leyfilegra tekna þannig að of auðvelt var orðið að fá þessa fyrirgreiðslu. Gerðist þetta yfirleitt fyrir kosningar en miðað við hverjir fengu fyrirgreiðslu í gegnum árin voru tekjumörk að minnsta kosti 25% of há. 

Ein ástæða þessara hækkana var auðvitað að húsnæðislán almennt voru í skötulíki og hafa ekki lagast neitt stórkostlega síðustu ár.  Auk þess sem vaxtabótakerfið var pólitískt fyrirgreiðslukerfi sem aldrei var hægt að gera fjárhagsáætlun eftir nema til 4. ára í einu.  Og í þessari óráðsíu sáu fleiri og fleiri í húsnæðisleit að félagslega lánakerfið var besti kosturinn og vildu fá lán hjá sjóðnum. 

Í mörg ár lagði ég til að tekjumörk yrði lækkuð þannig að kerfið þjónaði sem best þeim er það var ætlað en þau hækkuðu. Um leið yrði gerð varanleg lækning á almenna lánakerfinu.  Tilgangi félagslega kerfisins var eyðilagt innanfrá af þeim sem vildu það burt! Einhver einkennileg frjálshyggja ríkti og varð ekki stöðvuð. 

Þegar almenn lán eru verðtryggð og á okurvöxtum með alltof stuttan lánstíma miðað við lifitíma húsa í dag og um leið og leigumarkaðurinn er í lamasessi.  Þá er í þessu félagslega kerfið lagt niður og ekkert kom í stað þess. Ótrúlega óábyrg framkoma þessara stjórnarflokka verður að segjast. Enn hefur ekkert komið ístað þessara félagslegu lána sem hurfu út í sólarlagið.

Segi það enn einu sinni gerum gott og öruggt húsnæði að félagslegum rétti hvers og eins okkar. Breytum þessari vitleysu sem er í gangi á húsnæðislánamarkaðinum. Allir mundu græða á einfaldari lausnum á viðráðanlegum kjörum.  Ef til vill gætum við þá talað um hamingjusama þjóð.  

 


Ein leið er okkur fær í ófærðinni.

Nú þegar flest allt í samfélaginu virðist óendalega fjarstæðukennt og farsakennt er bara ein leið fær.  Leita inn á við eftir kyrrð og ró og gleyma  sér á fjarlægri sólarströnd hugans.  Ég á erfitt með að trúa því að hvalveiðar, hleranir, vaxtabætur eða tryggingabætur séu ráðherrum okkar óskiljanleg.

Ég á erftitt með að trúa því að ráðamenn sjái ekki að leið beinna aðgerða. Að það að  tala opið og af heiðarleika, framkvæma athuganir af óháðum nefndum sé farsælasta en kanski áhættumesta leiðin fyrir þá?  Að það að vera málsvari náttúran en ekki virkjana og stórverksmiðja sé farsæl leið o.s.f. Hvað fær sæmilega greint fólk til að tala við okkur Íslendinga eins og það gerir.  Ég er ekki fífl og mér bregður við að hlusta á bullið.  Réttlætingar og yfirborðskenndar ávítur forsætisráðherra í Valhallarávarpi sínu voru svo barnslega einfeldningslegar að erfitt var að horfa og hlusta.  Það fer ekki saman að vera með svona "þeir eru vondir við mig" viðhorf og eiga að stjórna landinu.  Við fáum endurgreitt í samræmi við það sem við gefum af okkur.  Festuleysi gerir fólk óöruggt og hrætt.  Og ef svo er reynt að breiða yfir í stað þess að upplýsa er fjandinn laus.

Fáir núverandi ráðherrar virðast  skilja orðin ábyrgð eða heilindi.   Þó upplifi ég Heilbrigðisráðherra og að einhverju leyti Umhverfisráðherra sem trúverðugustu fulltrúa ríkistjórnarinnar.  Úpps og það framsóknarflokkurinn en þarna sést bersýnilega hvað flokkar hér á landi eru margir í miðjumoðinu. Og hvað festa og heilindi í framkomu skipta máli.

En þær eru svo aftur bundnar af valdasamkomulagi um hvað má og ekki má sem var gert á sínum tíma. Fer t.d saman Hátæknisjúkrahús og virðing. félagsleg nánd og heilindi í garð sjúklinga.  Fer það  saman álrisi, virkjun og góð umhverfisvernd.  Sjálfur hef ég engar efasemdir, nei þetta fer ekki saman. 

Fjármálaráðherra stóð ekki við loforð varðandi vaxtabætur og aldrei verið erfiðara að eiga húsnæði.

Í öllum málum týnist og gleymist það eina sem skiptir máli manneskjan.! Einstaklingurinn er afgangsstærð þegar kerfið þarf sitt. Aðgerðir svo yfirborðskenndar og oft svo augljóst að skortur á málefnalegri þekkingu og skilning vantar. Alltaf svo augljóst að einstaklingurinn er í raun bara kennitala og hvað leynist á bak við hana vilja menn ekki vita.

Ljóst er að staldra verður við og hugsa upp á nýtt.  Endurskoða tilgang þess að lifa og starfa hér og hvað það er sem þarf að gera til að jafna tilverukostnaðinn.  Það gengur ekki lengur að benda á afkomumeðaltalstölur við erum ekki meðaltal hvorki eins né neins.  Meðaltal er óraunveruleikinn uppmálaður og stórhættulegur í stjórnmálaumræðu.  Allir sem sveiflast undir og yfir gleymast og týnist og birtast svo ráðamönnum seinna og til mikillar undrunar sem félagsleg vandamál.

Svo móðgast þeir, skilja ekki vandann og lausnin er skv. venju,   þetta fólk er ekki til sjáið meðaltalið!!!!!!!!!!!!!!!!! meðaltalsjón og Jónína hafa það að meðaltali gott!!

Leitum inn á við í kyrrð og ró og finnum sannleikann um lífið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband