Er fjármagnið og fagfólkið að taka völdin?

Prófkjör eru á fullu og ljóst að vandi kjósenda er að aukast.  Eitt vekur furðu mína, hvaðan koma peningarnir í þennan glansauglýsingaslag? Hver borgar fyrir þetta og hver á hvað inni hjá hverjum? Er ekki magnað að ekkert yfirlit frá frambjóðendum birtist! Ekkert heyrist frá þeim um gullkistu -fundinn. Um þetta finnst mér eins og með fjármál flokkanna, allt á að vera á yfirborðinu! Í raun á ekki að kjósa flokka sem birta ekki yfirlit um greiðslur til þeirra.   Það er ekki nóg að segja við erum heiðarleg því miður það verður að sjást svart á hvítu.  Nú á tíma hraðrennslis fjármagns getur einföld tímasparandi fyrirgreiðsla (í sakleysi sínu) skipt ótrúlegu máli fyrir hagsmunaaðila.  Peningar skapa völd og völd peninga og það er mjög mikilvægt að hver og einn sé hvítur allaveganna ljós yfirlitum þegar inn á Alþingi er stígið.  Ég vil vita um þetta áður en ég ákveð hvert atkvæði mitt fer.  Á einhver einhvern eða á engin engan? Þetta er málið góðir frambjóðendur.

Annað er merkilegt orðið, það hvað hópur þeirra sem vilja á þing er einsleitur.  Einhver hula hvílir yfir flesta sem sést ekki í gegn.  Einhver fjarlægð er komin sem var ekki.  Þetta er fagfólk sem lærði í ungliðahreyfingum og hélt áfram örugga leið upp á við.  Lítil sem engin lífsreynsla, þjáningarlaus sviplítil andlit á skjánum sem mér finnst ekkert áhugavert við.  En auðvitað eru til undantekningar.  Hættan er samt sú að flestir muni bara kjósa eftir flokksaga og línulega rétt ef inn komast.  Og svoleiðis er satt að segja moðgun við sjálfstæði og ábyrgð hvers þingmanns um að samviskan ráði för.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband