Asninn er staðfast dýr.

Ríkisvaldið er alltaf samt við sig.  Tekin er ákvörðun og svo ekkert meir með það. Afleiðingar ekki skoðaðar hvorki fram né aftur í tímann.  Haltur leiðir blindan og ákvarðanir svo ótrúlegar og teknar án hugmyndar um raunverulegar afleiðingar. 

Staðreynd er líka að það er fólkið með lægstu tekjurnar sem verður mest var við þessa blindni ráðamanna.  Framkvæmda- og framtíðarkvíði er aðall þeirra sem stjórna og ráða velferð okkar.    

það verður að stokku aftur og gefa upp á nýtt.  Þar til það er gert verður allt svona til bráðabirgða og hálfkák. En eftirfarandi er staðreynd.

Skattar hafa raunverulega hækkað vegna þess að skattleysismörk eru óbreytt þrátt fyrir breytingar á tekjum.  Raunhækkun hefur orðið á  húsnæðiskostnaði  þ.e.a.s. ríkisstjórnin hefur lækkað vaxtabætur .   er það vegna  hækkunar á fasteignamati án þess að á móti hækka viðmiðunarmörkin í vaxtabótakerfinu.   Fasteignagjöld, holræsagjöld og önnur gjöld hafa einnig hækkað þar sem prósentuhlutfall gjalda sveitarfélaga er haldið óbreytt þrátt fyrir hækkað fasteignamat.   Húsaleiga hækkar vegna þess að viðmiðunarstuðlar leigu breytast en hámark húsaleigubóta er óbreytt. 

 Það sem er að er auðvitað að þetta gerist í einhverskonar sýndarveruleika.  Ekkert hefur í raun breyst nema tölur á blaði eða í tölvunni hjá yfirvöldum.  Og það sem verst er mannlegur máttur getur haft áhrif á þessar hækkanir en ríkistjórnin gerir ekkert!  

Hjól endulausu vitleysunnar snýst bara og snýst. Fasteignaverð, áfengi, bensín m.fl. hækkar og þá hækkar vísitala sem hækkar lánin og svo framvegis.  Hef áður nefnt að húsnæðislán eigi að vera óverðtryggð hjá öllum vegna einnar svona eðlilegrar íbúðareignar. 

 Koma á húsnæðisgreiðslum til allra vegna afnota á einni íbúð.  Íbúðar sem er í eðlilegu samræmi við fjölskyldustærð viðkomandi.  Húsnæðisgreiðsla kemur í stað vaxtabóta og húsaleigubóta og er óháð hvort um eign eða leigu er að ræða.  En óhætt er að segja að bæði kerfin eru börn síns tíma og orðin eins alsherjar vitleysa þegar grant er skoðað.

Smá samantekt:  

Hækka verður skattleysismörk verulega t.d. í 125. þúsund.  Koma á húsnæðisgreiðslum og leggja niður fasteignaskatt af einni íbúð af eðlilegri stærð.   Breyta álagninguhlutfall fasteignagjalda og aftengja húsnæðislán vísitölu ef um eina íbúð í eðlilegri notkun er að ræða.  Einfalda skattlagningu á mat.  Ein skattprósenta og færa skattinn þessvegna yfir á aðrar vörur. 

Alveg er það líka með ólíkindum þessi tvöfalda skattheimta ríkisins á greiðslum til lífeyfirþega.  Fyrst er skattur greiddur þegar greitt er í lífeyrissjóð svo er skattur greiddur af sömu fjármununum þegar peningurinn er endurgreiddur út til lífeyrisþegan. 

Allt er þetta hægt ef réttlátt er forgangsraðað.  Til dæmis má endurskoða 10% skattinn af fjármagnstekjum fyrir einkum hátekjufólk sem er misnotaður og í eðli sínu óréttlátur.  Með kjarki og opnum hug er hægt að gera breytingar sem skila ánægðari og hamingjusamara fólki.  Minni veikindi af streitu og breytt álag á venjulega fjölskyldu í þessu óvenjulega landi okkar.  Réttlátari skiptingu sameiginlegra tekna okkar. 

Jæja þetta er gott í dag gleðilegan miðvikudag gott fólk.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sæti:) frábært að detta hér inn... nú mun ég heimsækja þig reglulega. Fann þig í gegnum Ester:) Kærleiksknús Díana

Díana (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 16:02

2 identicon

Hæ sæti:) frábært að detta hér inn... nú mun ég heimsækja þig reglulega:) fann þig í gegnum Ester. Kærleiksknús Díana

Díana (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 16:03

3 identicon

Hæ sæti:) frábært að detta hér inn.. fann þig í gegnum Ester. Nú mun ég kíkja á þig reglulega:) Þú getur líka litið til mín.. www.blog.central.is/kokopelli og svo er ferðaklúbburinn i gangi og þú auðvitað velkominn:) www.blog.central.is/brosum Takk fyrir að deila þér með okkur og leyfa okkur að drekka af þínum viskubrunni.

Díana (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 16:57

4 identicon

Hæ sæti:) frábært að detta hér inn.. fann þig í gegnum Ester. Nú mun ég kíkja á þig reglulega:) Þú getur líka litið til mín.. www.blog.central.is/kokopelli og svo er ferðaklúbburinn i gangi og þú auðvitað velkominn:) www.blog.central.is/brosum Takk fyrir að deila þér með okkur og leyfa okkur að drekka af þínum viskubrunni.

Díana (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband