27.8.2009 | 10:27
Endalausar bráðabirgðaaðgerðir varðandi húsnæðis- og bílalánin!!"
"Við erum bara að reyna að halda sjó" Hvernig er að rétt halda sjó eða hanga á bláþræðinum? Hvaða áhrif hefur stefnuleysi stjórnvalda varðandi húsnæðismál og bílalán þjóðarinnar á heilsufar hennar líkamlegt, andlegt og félagslegt? Hver er að hugleiða að aðgerðarleysið er væntanlega svo dýrkeypt að óvisst er um gagnsemi seinni tíma aðgerðir fyrir heila kynslóð íslendinga?
Ef lesin eru lög um vexti og verðtryggingu Lög nr. 38 26. maí 2001 fer maður meir en að efast um lagalegar heimildir til gengistryggingar! Hver er að skoða þetta? Hver er að skoða það að færa vísitöluna aftur til jan. 2008? Það mál virðist gleymt en eftir því sem tíminn líður verður sjálfsagt erfiðara að framkvæma.
Nei það er aðallega verið með hugmyndir um að færa allt aftur fyrir núverandi lánstíma og sjá svo bara til! Fresta öllu með frýstingum, 3ja mán. frestun, greiðsluaðlögun sem gerir viðkomandi að vanskilamanni ámeðan stórskuldarar halda meir en sjó í sínum málum. Þannig á hinn almenni lántakandi að taka alla ábyrgðina óháð raunveruleikanum og staðreyndum um ábyrgð. Bankarnir eru eðli málsins samkvæmt fyrst og síðast að hugsa um sinn hag!
Vísitölur útrásarinnar eru að éta upp hús- og bílaeignir og gera flesta að öreigum og/eða vanskilafólki! Og það sem er verst er hvernig geð okkar sveiflast og fer neðar og neðar. Hver er að skoða skýrsluna sem lögð var fram á dögunum um aðgerðir varðandi sálarheill þjóðarinnar?
Allt sem búið er að gera er gott og blessað en það skortir að vinna með það sem er næst fólkinu! ´
Félagslegar aðgerðir sem snúa að lánum einstaklinga og heilsufari heillar þjóðar þola enga bið!!
Greiðsluviljinn að hverfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.