Ríkisstjórn Íslands ertu föst í eigin nafla?

Hvar eru áhyggjur okkar og minna fulltrúa kosna til embætta á Alþingi?  Hvar er hugleiðing þeirra um klerkavaldið, stjórnarhátta þeirra, kúgun kvenna, kúgun samkynhneigðra og skoðana íranskrar þjóðar um lýðræðið? Var í raun farið úr eldi keisarans í öskufall kaldrar kúgunar klerkavaldsins?

Mér er ekki sama um getuleysi okkar til að hugsa út fyrir landsteina okkar þessa dagana. Auðvitað er hér nóg að gera en við lifum í allt öðru frelsi og allt öðrum efnahag en systkyn okkar í Íran og annarsstaðar þar sem skoðanakúgun fer fram.

Vissulega er hún hér í formi óttans við að styggja einhvern sem þú seinna hugsanlega þarft á að halda en svona er það í okkar litla og harðbýla landi.  En samt er líf okkar gott þrátt fyrir  gegndarlausar kröfur okkar um að eiga allt því án alls sé lífið ekki þess virði að lifa.

Sýnum samúð okkar í orðum og verki þar sem kúgun og fátækt er ríkjandi vegna stjórnarhátta.  Stígum fram og út úr eigin nafla því stöðug naflaskoðun er að drepa okkur.

Aðrir leiðtogar segja skoðun sína en héðan heyrist ekki bofs ekki stuna nema vegna eigin sjálfsvorkun.  Öll mín samúð er með fólkinu í Íran í dag og eðlilegur þrýstingur er nauðsynlegur.

Fólk deyr í Íran vegna mótmæla við fáum að berja potta nokkuð í friði á Austurvelli það er himinn og haf á milli landa okkar að þessu leyti.  Notum frelsi okkar í þágu annarra ekki bara fyrir okkur sjálf.


mbl.is Verða að binda enda á ástandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Tek undir með þér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.6.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Sama segi ég.  Tek undir með þér. 

Marinó Már Marinósson, 21.6.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband