Skortur á stuðningi vesturlanda!!

Hvernig má það vera að hin frjálsu vesturlönd þegja svona algjörlega?  Þessi tilraun til þess að krefjast lýðræðis í Íran er stórmerkileg og krefst stuðnings utanfrá. Það er litlu betra klerkaveldið en keisaraveldið fórna.  Kúgun ýmsa þjóðarhópa og fátækt þrátt fyrir auð vegna þess að hann fer í vopn og tilraunir með kjarnorku. Ótti vesturlanda við klerkastjórnina er eðlileg séð frá þröngum hagsmunaheima okkar sjálfra en skelfilegt að græðgi skuli stöðva samúð okkar við írönsku þjóðina.

Íslendingar sem vilja alltaf vera mesta lýðræðið og allt það- þegja eins og aðrir og ekkert er um opinberar yfirlýsingar varðandi ástandið í Íran.  Hvað veldur að við látum sífellt kúga okkur til þagnar og skoðanahlutleysis? Íranir aðallega víst konur og fólk fætt eftir byltinguna 1979 vilja frelsi og rétt til að lifa sínu lífi lífandi.  Fresli til réttlátara samfélags þar sem manneskjan er virt eins og hún er ekki eins og klerkarnir vilja að hún sé.

Styðjum þessa mannréttindabarátta írana segjum það upphátt svo allir megi vita.


mbl.is Óeirðir á götum í Teheran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Bjarki Christensen

Ég gæti ímyndað mér, án þess að þekkja til, að áberandi stuðningur vesturlanda við þá sem mótmæla gæti verið bjarnargreiði. Ég er ekki viss um að mótmælendur í Íran hafi endilega áhuga á að láta spyrða sig saman við vesturlönd, allavega heyrir maður gjarnan að mótmælendur í ríkjum eins og Íran séu ásakaðir um að ganga erinda Bandaríkjanna.

Halldór Bjarki Christensen, 20.6.2009 kl. 16:53

2 Smámynd: percy B. Stefánsson

Já má vera rétt, en einhver stuðningur hvernig svo sem "díplómatían" vill framkvæma hann væri góður !

percy B. Stefánsson, 20.6.2009 kl. 17:30

3 identicon

Utan aðkomandi afskipti eru mjög varhugaverð og styð ég ákvörðun Obama. Ef þú skoðar sögu Íran á seinustu öld, þá sérðu hvernig utan að komandi áhrif hafa farið illa með landið. Þá bendi ég sérstaklega á íhlutun CIA 1953.

Sindri (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband