Allt eða ekkert! Detox eða framtíðarmarkmið?

Í húsnæðismálum hefur lítið gerst sl. 10 ár. Nema tekin hafa verið hæg en jöfn skref afturábak.  Með nýjum lögum 1998 hefði verið hægt að stíga stór skref.   En ótti við „kerfið“ og hagsmunaaðila íhaldsamrar eignarstefnu hélt  aftur af alvöru  breytingunum.  Og eftir það hafa allar breytingar verið í átt til enn vonlausari stöðu íbúðarnotenda og allt án  sérstaks heildar markmiðs.  Markmiðs er varðar öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum og án þess að lífa í stöðugum ótta við sífelldar íþyngjandi lagabreytingar.

„Eigandi“ húsnæðis hefur aldrei getað verið öruggur um hver  kostnaður næsta ára yrði.  Húsnæðiskerfið er þannig  byggt upp að sífelldur flutningur með tilheyrandi kostnaði er nauðsynlegur.  Enda flytja fáir meir en Íslendingar , fáir hafa fleiri fermetra til afnotkunar, búa í ver notuðum fermetrum eða dýrari íbúðum en við.  Svo birtust bankarnir eftir hagsmunastríð og lánuðu mestmegnis veðtryggð  neyslulán og þegar erfiðleikar birtust hættu þeir bara lánveitingum.   Yfir þessu öllu tróna í drottnunarstíl  ýmis gjöld eins og endurtekin sölukostnaður og  stimpilgjöld,  fasteignagjöld, gatnagerðargjöld, lóðargjöld, sorphirðugjöld, eignarskattur  og svo viðhaldskostnaður og fleira.  Og flest allt tengt við einhverja viðmiðunarstofna sem eru pólítiskt ákveðnir  og á valdi stjórnmálamanna að ákveða.  Sífellt er verið að tekju- og eignatengja, breyta vaxtabótum og verðbólga aldrei  á neinn hátt viðráðanleg. Enda greiðslumat verið mestmegnis mat  þeirrrar viku sem það er unnið.

 Lánin eiga ekki að stjórna búsetukostnað heldur geta fjölskyldunnar til að borga.  Ef það er ekki hægt verður að breyta lánskjörum og öllu öðru sem snýr að þessum lána-málaflokki.  En þetta er öryggið í húsnæðismálum sem okkur er boðið upp á í dag!

Búseturéttar, hlutareignar, leiguíbúðir eða annarskonar öruggt húsnæði hefur aldrei fengið að þróast á Íslandi.  Geðveik eignarstefna verið allsráðandi.  Enda völd stjórnmálamanna og embættismanna blómstrað og snúið s.k. eigendum í óttaslegna hringi óvissunar um hvað verður næst!?

Taka verður upp ger breytta stefnu í húsnæðismálum þar sem án þess að sé hikað,  öryggi og réttur notenda íbúðanna er í fyrsta sæti.  En ljóst er að það verður ekki gert í neinu af núverandi kerfum sem við notum.   Búa á til húsnæðiskerfi fyrir notendur íbúðana  t.d. eins og á hinum norðurlöndunum.  Eignarfyrirkomulagið verður bara einn agnar þáttur af möguleikunum.  Og það á að vera val hvers og eins hvernig fyrirkomulag hann vill búa við!

Koma verður á lágmarksgreiðslubyrði fyrir viðkomandi fjölskyldustærð.  Fyrir fjölskyldu í íbúð af eðlilegri stærð á eðlilegu grunnverði og með eðlilegu viðhaldi og afskriftum.  Á norðurlöndunum hefur verið til félagsleg húsnæðisstefna í allmarga áratugi.  Okkur hefur aldrei dottið til hugar að taka svipað upp.  Nei erum stolt af kúguðu naglhreinsandi fólki í s.k. eignaríbúðum og  greiðsluvanda.  Afhverju verður að eiga íbúð til þess að eiga húsaskjól og það á kjörum sem bjóðast á Íslandi í dag.?

Merkilegt eða eðlilegt,  ekkert er rætt um félagslegar aðstæður fólks í dag.  Húsnæðis- og matarkostnað, andlega líðan og getuna til að komast af í miklu atvinnuleysi og almennu öryggisleysi.  Nei, fjármálastofnarir og fyrirtæki eru í fyrirrúmi enda liggja tengingar fjórflokkana beint þangað inn.

Breytum þessu tökum upp ný vinnubrögð.  Fáum nýtt fólk til þess því það gamla er rúið trausti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband