Fullkomið aðgerðarleysi stjórnvalda!!

Staða þessi hefur verið á leiðinni.  Byggt hefur verið langt umfram þörf og byggðar óhentugar íbúðir með lélaga fermetranýtingu. Okurleiga hefur verið hér sl. 2 ár. En í lok þessa tímabils fóru svo ákvílandi lánin að hækka.  Fram að þeim tíma höfðu margir leigusalar stórgrætt.  En staða mála er önnur í dag. Lánin hækka, minni gróði og laun leigutakans eru að lækka! Allt á góðri siglingu sitt í hvora áttina.

Nú verður ríkið að koma inn og gera eitthvað.  Ég hef sl. 20 ár nánast skrifað sömu greinina um þessi mál og enn á hún við.

Leigan er að jafnaði staðreynd miðað við kostnað leigusala í dag. Tekjur leigutakans eru minni en áður og matarkostnaður á uppleið.   Kostnaðarjöfnun er brýn svo hægt verði að nota húsnæðið.  það verður hvort sem er að greiða niður áhvílandi lán eða afskrifa í gjaldþroti þannig að hugsanlega er gott að gera eitthvað annað. 

Til fræðsu um húsnæðisaðgerið: skovdebostader.se

Ekki má gleyma öllum kostnaði sem lendir á heilbrigðiskerfinu ef forvarnir eins og þessar eru ekki framkvæmdar.

Húsaleigubætur í dag er léleg uppfinning.  Alltof lágar og tekjumörk of stíf. Miða á leigukostnað hverrar fjölskyldu við að ekki meir en 25% af tekjum fari í leigukostnað. Breyta verður allri tekjuviðmiðun og miða frekar við að leigð sé íbúð af eðlilegri stærð miðað við þarfir fjölskyldunnar. Ef áhvílandi lán leigusalans eru alveg út úr kortinu verður að skoða það sérstaklega hjá lánveitanda.  Mismunur á raunleigu og greiddrar leiga af leigenda kemur úr húsnæðissjóði sem verður notaður um óráðna framtíð.

Í dag tapa flestir á þessari óvissu og óskiljanlegum skorti ákvörðunum. Ég er sannfærður um að svona leið er fær ef vilji er til að skoða hlutina frá upphafi til enda. 

Eignaríbúðir eru svo annar kafli í þessari hugmynd.  Ríkið verður að gerast eigandi á móti fólkinu og skapa þannig öryggi á húsnæðismarkaðinum á öllum sviðum. Tímabundnar aðgerðir eða langtíma það verður svo að koma í ljós í bjartari framtíð.


mbl.is Þúsund íbúðir til leigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband