Framtíðar- og heilbrigðissýn skortir!

Þessi áminning sálfræðingsins er löngu tímabær.  Við erum algjörlega að leggja til hliðar alla forvarnarstarfsemi og aðstoð við fjölskyldur í félagslegri og sálrænni neyð. 

"Stattu þig drengur" er sagt,  við förum gömlu góðu leiðina og þegjum okkur frá þessu.  Til Vímulausrar æsku - Foreldrahúss leita foreldrar með unglinga í vanda.  Og þar af leiðandi á öll fjölskyldan í vanda og það verður allt sýnilegra með auknu atvinnuleysi og greiðsluerfiðleikum. En þessa hlið á ekki að ræða,  blöðin eru uppfull af fjármálafréttum af fyrirtækjum og ríkistjórninni.  Ekkert sést um áðurnefnd fjölskyldumál sem er undirliggjandi vandi hjá flestum fjölskyldum í greiðsluerfiðleikum. 

Tökum höndum saman og komum þessum málum úr felum og upp á yfirborðið.  Sparnaður í heilbrigðiskerfinu til að sýna skammtímasparnað er dýrt fyrir framtíðina!! Legst margfalt á okkur seinna með dýrara heilbrigðiskerfi.  


mbl.is Segir sparnaðinn dýrkeyptan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband