Þögn ríkir um fjölskyldur atvinnulausra!

Skelfilegar tölur sem koma fram hjá Vinnumálastofnun.  Ef 10.056 eru án atvinnu hvað verður um fjölskyldur þeirra?

Mörg vandamál hljóta að birtast við þetta.  Sum alveg ný en önnur sem hafa verið í felum í góðærinu.  Því miður leita margir í áfengi við svona áföll.  Og við hjá Vímulausri æsku erum sérstaklega að hugsa um unglingana.  Við bjóðum viðtöl við fjölskyldur, erum með foreldrahópa sem skiptast á reynslu sín  á milli.  Við tölum við alla ekki bara þar sem vímuefnavandi er!  Oft er það hegðunarvandamál og samskiptavandamál. Fjölskyldan í heild þarf aðstoð við að komast í gegnum svona vanda.  Atvinnuleysi hefur áhrif á alla þætti fjölskyldulífsins.

UM fjölskyldur atvinnulausra er ekkert rætt.  Hvernig stendur á þessari þögn sem varðar tugþúsindir íslendinga? 

Þurfum við alltaf að bíða eftir að sýnilegan vanda þegar vandamálin eru orðin til?  Er aldrei hægt að vera með alvöru forvarnarstarfsemi?
mbl.is Yfir 10 þúsund án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll Percy

skoðaðu hjá Axel Þór

Kveðja og gleðilegt ár

Óli Hrólfs

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.1.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Hippastelpa

Já við virðumst þurfa að bíða eftir að vandamálin séu komin til þess að geta byrjað að takast á við þau þrátt fyrir að það sé alveg deginum ljósara að þau séu í uppsiglingu.

Mér sárnaði fyrir hönd þessa hóps þegar ég sá að tómstundakortið frá ÍTR sem er ætlað til þess að styrkja tómstundaiðkun barna var lækkað úr áætluðum 45000 kr. í 25000 kr. árið 2009. Börn atvinnulausra munu því líklega ekki stunda tómstundir næsta árið og því einnig detta útúr samfélaginu eins og foreldrar.

Viljum við vandamálin sem þessu fylgja. Mér hefði þótt nær að gerð yrðu sérstök tómstundakort fyrir börn atvinnulausra sem gerði þeim kleyft að stunda sínar íþróttir og tómstundir frítt þar sem iðulega er rætt um tómstundir sem bestu forvörnina. En það virðist ekki vera takmarkið að sprona við félagslegum vandamálum í þessu ástandi sem hér mun ríkja. Aumingja börnin.

Hippastelpa, 8.1.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband