Gott, en því miður bara plástur á eftirlaunasárið! Skoðun betur annan raunveruleika!

Ágætis framtak en of skammt farið og alltaf kemur þetta í seinna fallinu.  Fólk orðið pirrað og þreytt á meðan stjórnarfólk er að hugleiða sjálfsagða hluti.  Ráðherrar eru of lengi að hugleiða í stað þess að framkvæma og vera með gott upplýsingalón með flæðandi miðlun fyrir almenning og fjölmiðlafólk.

Erfitt verður að vinna traust þjóðarinnar eftir skamm- og langtíma aðgerðarleysi. Held að það sé vonlaust því miður og boða verður til kosninga vorið 2009.  En fyrst þarf að leysa ákveðin mál.

En mín upplifun er að traust á núverandi stjórnendur sé endanlega farið og gera verði stórar breytingar hjá okkur.  

Húsnæðisvandinn er gífurlegur hjá leigjendum og eigendum íbúða.  Athyglisverðar eru hugmyndir Gunnars Tómassonar hagfræðings um að ríkið komi inn í 200. milljarða vísitöluhækkun komandi árs með sér aðgerðum í samvinnu við lánastofnanir..  Hún leggist sem sagt ekki á lántakanda á meðan aðalkúfurinn er að fara yfir okkur. 

En um leið verður að endurskoða uppbyggingu vaxta- og húsaleigubótakerfisins með hámarks búsetukostnaðar hvers og eins í huga miðað við fjölskyldustærð og tekjur.  Einnig verður að endurskoða aðrar bótaleiðir.  Og einnnig allar óendanlegu greiðslulækkandi tekjutengingar okkar við allt og alla.

Eignastefna í húsnæðismálum hefur ekki skapað það öryggi sem látið er af heldur sífelldar reddingar og spennu hjá eigendum. Og nú er hún endanlega liðin undir lok.  Nýjar leiðir verða að fá að blómstra og tryggja húsnæðisöryggi okkar. Viðhöldum ekki vitleysuna.  Fórnarkostnaðurinn hefur verið of mikill.  

Of mikið er af skammtíma reddingum! Of mikið af plástrum á sár án þess að þau fái tækifæri til að gróa. Við hugsum og vinnum of mikið en framkvæmum um leið of lítið. Tökum því rólega og sköpum stöðugt umhverfi fyrir fólk.   

Hættum að plástra og gerum alvöru breytingar á trygginga- og bótakerfum okkar.  Komum á alvöru grunnöryggi í húsnæðis- og lágmarksafkomumálum okkar.

Ég mótmæli skorti á þolinmæði núverandi og síðustu ríkisstjórna til að koma á raunverulegu grunn öryggi fyrir búsetu á Íslandi.


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband