Auðvitað verða kosningar vorið 2009!

Auðvitað verður að kjósa næsta vor! Hvað er að fólki?  Hvernig hvarflar það að núverandi ráðafólki á þingi, ríkisstjórn, seðlabanka eða embættismanna að þau geti annast uppbygginguna eftir að hafa gjörsamlega sofið á verðinum til margra ára?

Auðvitað viljum við kjósendur segja okkar skoðun! Auðvitað viljum við sem borgun herlegheitin ráða því hverjir haldi um endurreisn íslenskt samfélags.

Auðvitað vill ekki núverandi ráðaklíka sleppa valdinu. Hvað gæti komið í ljós við það? Valdafíkn, vináttuvæðing,  fjölskyldutengsl og skortur á nýjum hugmyndum á nýjum leiðum er að eyðileggja þjóð okkar.

Auðvitað verður ný stefna og nýjar hugmyndir að komast að núna. En það gerist ekki með verndara kerfisins í fararbroddi.  Ótrúlegt umburðarlyndi okkar kjósenda er að fara með okkur til fjandans gott fólk. 

Auðvitað hefur (þröngsýni) skortur á fjölbreytni og stuðningur við nýjar leiðir í framleiðni gert okkur lífið erfiðara til framtíðar.

Auðvitað er algjör upplýsingaskortur til hins almenna borgara.  Upplýsingar settar fram skiljanlega varðandi afkomu okkar.  Hvernig á nákvæmlega að bregðast við húsnæðisvandunum í dag og til framtíðar.  Hvernig á að breyta tryggingakerfinu til þess að allir finni öryggi hvar sem þeir eru staddir í dag. Töflur og skýringar, upplýsingar í fjölmiðlum og hjá viðkomandi stofnum.  Eitthvað smá skiljanlegt með dæmum. Takk! Þessi óþægilega tilfinning að engin sé við stjórn verður að hverfa eða minnka fljótt.

Auðvitað hvílir enn mikill doði og vantrú á að þetta sé raunveruleiki yfir okkur. Þessvegna verða allar upplýsingar að koma fram núna og ekki í gær!

Þegar við vöknum upp við harðann raunveruleikann verður þetta öryggi að vera til.

Og svo kjósum við nk. vor en áður skiptum við um þá embættismenn og ráðherra sem þurfa þykir.

Gangi okkur vel.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband