16.11.2008 | 11:21
Lífið er einfalt!
Nokkur orð til afréttingar inn í daginn.
Lífið er einfalt! Hversvegna flækja það fyrir þér? Hvers vegna velja hlykkjóttu leiðina þegar beina brautin liggur fyrir framan þig? Fylgdu réttri framþróun í lífinu og reyndu ekki að þvinga neitt fram. Þú getur ekki þvingað blóm að opnast! Ef þú reynir það, eyðileggur þú fegurðina og fullkomnunina í blóminu með óþolinmæði þinni.
Það er réttur tími fyrir allt. Því ekki að vera í takti við lífið, fylgja því og sjá undur Mín og dýrð birtast í sannri fullkomnun? Þegar eitthvað er gert á röngum tíma, tefur það í stað þess að flýta fyrir eins og ætlunin var. Bíddu þess vegna eftir Mér í kyrrð og trausti. Reyndu aldrei að æða áfram og framkvæma á röngum tíma.
Hins vegar skaltu aldrei silast og eyða þannig dýrmætum tíma. Gerðu þér grein fyrir að dýrðlegt munstur og áætlun er í öllu sem þú gerir og þakkuðu eilíflega fyrir.
Eileen Caddy
Lánsumsókn Íslands hjá IMF afgreidd á miðvikudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.