Þurfum ógrynni af þolinmæði næstu vikurnar.

Neikvæðar fyrirsagnir blaða, hneykslisfréttir fjölmiðla eru svo íþyngjandi að helst vi ég hvorki sjá né heyra frá þeim. Þolinmæði mín er á þrotum og lítið þarf til að koma reiðinni afstað. Mogginn var betri í dag! Enn betur verður að gera með grunninn okkar. 

Hvernig fór þetta svona? Hvað fór úrskeiðis eða ekki úrskeiðis? Hvar er ábyrgðin? Allskonar vangaveltur fara afstað og ég skil eða skynja minna og minna. Í raun er þetta stærra en hugsun mín nær utanum. Ég verð að byrja hjá mér að skoða þetta og svo lengra frá og nær stóru málunum hægt og rólega.  Annars springur höfuðið mitt því mikið er af krossskilaboðum frá ráðmönnum okkar.

En núna vil ég lausnir! Hagfræðingarnir Gylfi Zoëga, Jón Daníelsson skrifa um lausnir svo ég skil málið.  Fleiri eru að benda á bráða- og langtímaaðgerðir.  Margt er hægt að sinna á bakvið og koma svo með lausnina og það þarf snöggar, hugmyndaríkar lausnir.

En um leið verður daglega lífið að halda áfram göngu sinni. Það er mikilvægt að gera okkar möglulegt að lifa í einhverju öryggi næst okkur.  Húsnæðismál verður að taka á af miklu meiri alvöru! Í raun hefur ekki verið komið fram með lausn fyrir fyrrverandi eigundur, leigendur enn! Enga grunnhugmynd sem gerir mig öruggan Eins og ríkið verði meðeigandi húsnæðis.  Og það án gjaldþrota meðferðar.

Það verður að endurskoða allar viðmiðunarvísitölur.  Vísitölur sem frá upphafi hafa gert húsnæðismál að furðugrip ásamt óréttlátu húsnæðisbótakerfi sem er í upplausn,  Þetta er að drepa okkur fremur enn margt annað.  Enn ekkert heyrist nema bráðabirgðafrýstingar og svoleiðis.

Tökum Pollýönu fram og notum aðeins til gamans.  Tökum ábyrgð og verum yfirveguð í gleði. Hættum þessu bulli um sökudólga. Það liggur fyrir hverjir bera ábyrgð!! Þeir fá að standa fyrir sínu þegar það versta er afstaðið! Tökum Alþingi fram til notkunnar sem ábyrgðaraðila.  Stýrum framkvæmdavaldinu af meiri reisn.

Verum stolt af kraftinum í okkur og tökum saman á þessu. Búum til sterkar hugmyndir um lausnir, uppraðaðar og skýrar. Afgreiðið húsnæðismálið og vísitöluvitleysuna. 

Þið sem eigið ábyrgðina, takið hana núna og gerið grunnforsendur lífs okkar öruggt.


mbl.is Segja að eignir hafi verið umfram skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband