5.11.2008 | 20:08
Hvað er nýtt hér á ferð?
Furðulegt að þetta skuli koma upp núna! Þessi vinnubrögð hafa viðgengist í áratugi og fáir nema minnihlutinn kvartað undan ofríki meirihlutans. Framkvæmdavaldið er með meirihlutan í vasa sínum og rússnesk kosning hefur einkennt afgreiðslu Alþingis á málefnum fræmkvæmdavaldsins.
Ég held að hægt sé að segja að ekki hafi ríkt venjulegt lýðræði á Íslandi miðað t.d. við hin Norðurlöndin.
Einokun á afgreiðslu stjórnarfrumvarpa er skv. hefð. Samvinna milli meiri- og minnihluta engin og fá ef nokkur frumvörp samþykkt nema stjórnarinnar.
Þannig hefur þetta verið um áratugabil og ekkert nýtt er að gerast! Ráðherrar, embættismenn og fjármagnið hefur stjórnað Íslandi. Í raun er þetta alveg skýr valdníðsla en við erum orðin vön henni.
Vonandi erum við á leið inn í lýðræðistíma eftir þessa ofurhreinsun á landinu. Tíma þar sem sannleikur og heiðarleiki eru leiðarljós opins samfélags.
Vonandi förum við og byggjum upp grunnþarfir fólks. Treystum undirstöðurnar en til þess þarf nýtt fólk í Ríkistjórn, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti. Nýjir vendir sópa best gömlu ryki úr vegi.Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.