Rofabörð í upplýsingalitlum uppblæstri stjórnmálamanna!

Segjast verður eins og er að ég skil ekkert, veit minna og verð engu klókari eftir viðtöl við forsætisráðherra í fjölmiðlum.

Fyrirutan að vera of seint á ferðinni, hafa setið í stjórnarráðinu og biðið eftir að allt liði hjá þá ber engum saman um neitt.  Enn og aftur kemur í ljós þessi tilfinningalegi óþægilegi skortur á forustu.  Skortur á einhverjum traustvekjandi upplýsingafulltrúa sem er með einhverja smá áætlun um eitthvað. 

Auðvitað þurfum við áætlun um aðgerðir fram í tímann!  Auðvitað þurfum við að heyra um hana og sjá að eftir einhverju sé unnið.  Það er starf ríkisstjórnarinnar að skapa öryggi og ró í samfélaginu.  Henni tekst það ekki svo dýpra sé nú ekki tekið í árinni.  

Auðvitað viljum við sjá sameiginlega áætlun allra aðila sem tengjast þessum málum og hver og hvernig eigi að framfylgja þessu.  Til hvers halda menn að þeir séu í ríkisstjórn?  Ekki er það til að skapa þennan glundroða sem ríkir vegna skorts á eðlilegu samráði við þjóðina. 

Ríkistjórnin verður að koma með skynsamlega áætlun um hvernig þeir ætla að skapa ró á þennan markað aftur.  Og það gerist bara í opnum samræðum.  Upplýsingar verða að vera til og skilaboðin skýr.

Kristaltær skilaboð frá stjórnanda sem vekur öryggi og traust.  Hér með er auglýst eftir slíkum!!

 


mbl.is Ekki þörf á aðgerðapakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband