Eðlileg afleiðing stjórnleysisins!

Hvernig geta stjórnmálamenn almennt haldið að þeir geti sagt, gert og skrifað nánast hvað sem er og vinsældir haldist óbreyttir?  Fáráðanlegar uppákomur síðustu mánaða og ára eru þannig að álit mitt er fyrir löngu komið niður fyrir núll markið.  Stundum trúi ég hreinlega ekki mínum eigin augu og eyru.  Verst er skorturinn á siðferði og þetta getuleysi til að hugsa um annað en að halda andlitunu.   

Siðferðiskennd er engin og í valdabröltinu leiðir haltur blindan við hagsmunagæslu óttans.  Einstaklingar í stjórnmálum koma oftar en ekki upp í valdastöður í gegnum ungliðahreyfingar með jafnvel gott nám meðferðis og svo áfram innan flokkana.  Stærsti flokkur landsins er áberandi góður í þessum málum. En reynsluleysi þessa fólks af raunveruleikanum og óvani þeirra við að heyra eða þola orðið "nei" er að skapa ringulreið í stjórnmálum dagsins. 

Borgarfulltrúar, ráðherrar og ábyrgðarfólk í nefndum sem farið hefur áðurnefnda leið er í sakleysi og reynsluleysi sínu að reyna sitt besta.  En það er skelfilega lélegt þetta besta sem við sjáum frá þeim.  

Þegar óttinn við sært stolt, að þekkingarskortur afhjúpist, getuleysið við að biðja um hjálp eða hlusta á ráðleggingar annarra stjórnar okkur þá er hrokinn og eigingirni vopnið sem dugar.

Nýjasta uppákoman sem snýr að siðferðiskenndinni er búseta eins borgarfulltrúans í Edinborg.  Löglegt er sagt en algjörlega siðlaust finnst mér.  Alveg sama þótt þetta hafa áður verið gert! Það réttlætir ekki áframhaldandi vitleysu og hroka gagnvart kjósendum.

Þegar orkan fer í að halda andlitunu uppi vegna ótta við að viðurkenna eigin takmörk þá er ekki von á góðri stjórnum.   Við getum einfaldlega ekki öll allt en það er kostur að viðurkenna mistök og biðjast afsökunar. Það má skipta um skoðun,  má segja ég veit ekki og óska efti aðstoð og upplýsingar. En það er eins og stoltið og hræðslan við þessa hluti sé öllu yfirsterkari.  En hrokafullt valdabrölt er ekki lausnin sem ég sem kjósandi vil sjá.

 


mbl.is Borgarstjórn með fjórðungs fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þú orðar þetta vel Percy:) Næstum eins og ég hafi skrifað þetta.

Það merkilega er líka að við sem þjóð samþyggjum þetta með þögninni, nú þegar getuleysið er ljóst og ruglið orðið yfirgengilegt þá ætti að heyrast vel í okkur hinum... en við erum sjálf getulaus eða hræðumst það að setja mörk og setja fram kröfur. Því miður óttast líka allt of margir af hinum venjulegu jónum að vita ekki nóg.

Það er órtúlegt að þetta viðgangist. Hver ber ábyrgð og ætti að gera eitthvað í málunum ?

Díana (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband