Sóðaleg blaðamennska DV.

Dagblaðið birtir í dag frétt á forsíðu um ungan 18 ára mann sem sveltur dögum saman. Í fullri vinnu en heimilislaus og sofandi í kulda og trekki. Engin vill hann í dag og æska hans dregin svört upp.

Engar hugmyndir blaðsins um lausn á þessum málum koma fram. Sölumennska dauðans og mannvonsku er allsráðandi.   En margar spurningar vakna.  Pilturinn vinnur á veitingastað en borðar þar sjaldan! Hann er í 150% vinnu en fær ekki herbergi neinstaðar! Var í meðferð en ekkert áfangaheimili vill hann!?  Er edrú í þessu öllu að borga dópskuldir og er auðvitað í miklum vanda staddur. En hvað er að gerast í kringum hann?  Og hvernig er hann að bjarga sjálfum sér og hverjr eru tilstaðar til hjálpar.

Engin neitar því að vandinn er mikill.  En Hvar var kerfið þegar þessi piltur var yngri? Hvernig var tekið á hans málum sl. ár? Blaðið spyr engrar spurninga um afhverju er þessi staða!!

Hvar voru allar nefndir barna og unglinga? Hvar var unglingameðferð og aðstoð í skólunum? Hvar var samvinna allra þeirra sem bera ábyrgð á þessum málum og öðrum af sama toga? Staðreyndin er að engin vill vita af þessu! Þessi mál eru óhreinu börn hennar Evu og þöguð í hel á milli kosninga.

Íslenskt velferðarkerfi er ekkert að taka af raun á grunnvanda þessara mála. Íslensk velferð er fyrir fólk sem hefur misst allt og er komið á lífsins botn.  Engum er hjálpað áður en barnið er dottið í brunninn.  Heldur er lokið sett á brunninn þegar barnið er fallið á botninn!!!

Forvarnir, meðferð og önnur langtíma aðstoð við ungt fólk er ekki í samræmi við raunveruleikann.  Það er raunveruleikinn á Íslandi í dag.  Haltur leiðir hér blindan.

En svona illa gerð blaðamennska, unnin í sölutilgangi og í upphrópunar stíl! Þetta er ekki til að laga þessi mál, ungt fólk er hér misnotað í tilgangi sem er án siðferðiskenndar.

Hættum svona fréttamennsku! Skrifum um lausnina og afhverju staða ungra fíkniefnaneytenda er þessi!!!!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Percy, takk. Takk fyrir allt, takk fyrir að skrifa um þetta. Vildi að það væru fleiri í heiminum eins og þú.

Kærleikskveðja frá okkur

MogM (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 11:13

2 identicon

Heyr heyr:)

Ótrúlegt að blaðamenn skoði ekki akkúrat þessar spurningar sem þú varpar hér fram.

Rosalega þarf að hrista kerfið upp eða bara endurnýja allan pakkann!!

Hlý kveðja

Día

Díana (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband