25.10.2006 | 11:58
Ríkisstjórn í þykjustuleik með húsnæðismál landsmanna.
Magnað að fylgjast með hvernig stjórnmálamenn eru á barka hvors annars. Ekki má hrósa andstæðingum né taka upp þær hugmyndir minnihlutans sem góðar eru. Hvað ætli það kosti okkur sem þjóð að vinnubrögð Alþingis skulu vera með þessum hætti. Að meirihluti Alþingis þverskallist við því sem gott er bara af því bara er í raun moðgun við kjósendur. Ekkert barn hagar sér svona ekkert fyrirtæki er rekið svona af hverja er þjóðarbúið rekið svona?
Ef hvarflar að meirhlutanum að henda út gömlum gíldum aðferðum "af því bara" þá er það gert! Vann við húsnæðismál í nærri tvo áratugi og horfði oft skelfingulostinn til næstu kosninga ef stjórnarskipti voru væntanleg. Engin skynsemi komst að bara breyta næstum því breytinganna vegna. Þessu fylgdu oft mikill tilkostnaður og alltaf of stuttur aðlögunartími vegna nyrra aðferða. ekki mátti prufukeyra nýjar aðferðir og allt var í hers höndum í langan tíma. Hvað ætli þetta kosti okkur á hverjum tíma fyrir sig?
Félagslega kerfið var lagt niður, fyrirkomulag sem varð til við setingu laga og bygginu fyrstu íbúðana upp úr 1930 á Akureyri. Ekkert hefur komið í stað þess en eftir 20 ára starf við þessi mál var mér ljóst að þetta var það besta sem völ var á. Vissulega mátti sníða vankanta af því en nei út skyldi það um 1998 og út fór það. Sjálfstæðis- og framsóknarflokkur fóru svo rangt með ástand þessara mála að ljóst er að um fölsun staðreynda var að ræða. Nú fara fleiri og fleiri íbúðir út á almennan markað af félagslegu íbúðunum og fækkar möguleikum láglaunafólks til öruggs húsnæðis dag frá degi.
Greiðslukjör lána Byggingarsjóðs verkamanna voru þau bestu sem kostur var á. Hámarksreglur um tekjur og eignir giltu vegna þessara lána en stjórnmálamenn voru sífellt að krúnka í og hækka hámark leyfilegra tekna þannig að of auðvelt var orðið að fá þessa fyrirgreiðslu. Gerðist þetta yfirleitt fyrir kosningar en miðað við hverjir fengu fyrirgreiðslu í gegnum árin voru tekjumörk að minnsta kosti 25% of há.
Ein ástæða þessara hækkana var auðvitað að húsnæðislán almennt voru í skötulíki og hafa ekki lagast neitt stórkostlega síðustu ár. Auk þess sem vaxtabótakerfið var pólitískt fyrirgreiðslukerfi sem aldrei var hægt að gera fjárhagsáætlun eftir nema til 4. ára í einu. Og í þessari óráðsíu sáu fleiri og fleiri í húsnæðisleit að félagslega lánakerfið var besti kosturinn og vildu fá lán hjá sjóðnum.
Í mörg ár lagði ég til að tekjumörk yrði lækkuð þannig að kerfið þjónaði sem best þeim er það var ætlað en þau hækkuðu. Um leið yrði gerð varanleg lækning á almenna lánakerfinu. Tilgangi félagslega kerfisins var eyðilagt innanfrá af þeim sem vildu það burt! Einhver einkennileg frjálshyggja ríkti og varð ekki stöðvuð.
Þegar almenn lán eru verðtryggð og á okurvöxtum með alltof stuttan lánstíma miðað við lifitíma húsa í dag og um leið og leigumarkaðurinn er í lamasessi. Þá er í þessu félagslega kerfið lagt niður og ekkert kom í stað þess. Ótrúlega óábyrg framkoma þessara stjórnarflokka verður að segjast. Enn hefur ekkert komið ístað þessara félagslegu lána sem hurfu út í sólarlagið.
Segi það enn einu sinni gerum gott og öruggt húsnæði að félagslegum rétti hvers og eins okkar. Breytum þessari vitleysu sem er í gangi á húsnæðislánamarkaðinum. Allir mundu græða á einfaldari lausnum á viðráðanlegum kjörum. Ef til vill gætum við þá talað um hamingjusama þjóð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.