Ein leið er okkur fær í ófærðinni.

Nú þegar flest allt í samfélaginu virðist óendalega fjarstæðukennt og farsakennt er bara ein leið fær.  Leita inn á við eftir kyrrð og ró og gleyma  sér á fjarlægri sólarströnd hugans.  Ég á erfitt með að trúa því að hvalveiðar, hleranir, vaxtabætur eða tryggingabætur séu ráðherrum okkar óskiljanleg.

Ég á erftitt með að trúa því að ráðamenn sjái ekki að leið beinna aðgerða. Að það að  tala opið og af heiðarleika, framkvæma athuganir af óháðum nefndum sé farsælasta en kanski áhættumesta leiðin fyrir þá?  Að það að vera málsvari náttúran en ekki virkjana og stórverksmiðja sé farsæl leið o.s.f. Hvað fær sæmilega greint fólk til að tala við okkur Íslendinga eins og það gerir.  Ég er ekki fífl og mér bregður við að hlusta á bullið.  Réttlætingar og yfirborðskenndar ávítur forsætisráðherra í Valhallarávarpi sínu voru svo barnslega einfeldningslegar að erfitt var að horfa og hlusta.  Það fer ekki saman að vera með svona "þeir eru vondir við mig" viðhorf og eiga að stjórna landinu.  Við fáum endurgreitt í samræmi við það sem við gefum af okkur.  Festuleysi gerir fólk óöruggt og hrætt.  Og ef svo er reynt að breiða yfir í stað þess að upplýsa er fjandinn laus.

Fáir núverandi ráðherrar virðast  skilja orðin ábyrgð eða heilindi.   Þó upplifi ég Heilbrigðisráðherra og að einhverju leyti Umhverfisráðherra sem trúverðugustu fulltrúa ríkistjórnarinnar.  Úpps og það framsóknarflokkurinn en þarna sést bersýnilega hvað flokkar hér á landi eru margir í miðjumoðinu. Og hvað festa og heilindi í framkomu skipta máli.

En þær eru svo aftur bundnar af valdasamkomulagi um hvað má og ekki má sem var gert á sínum tíma. Fer t.d saman Hátæknisjúkrahús og virðing. félagsleg nánd og heilindi í garð sjúklinga.  Fer það  saman álrisi, virkjun og góð umhverfisvernd.  Sjálfur hef ég engar efasemdir, nei þetta fer ekki saman. 

Fjármálaráðherra stóð ekki við loforð varðandi vaxtabætur og aldrei verið erfiðara að eiga húsnæði.

Í öllum málum týnist og gleymist það eina sem skiptir máli manneskjan.! Einstaklingurinn er afgangsstærð þegar kerfið þarf sitt. Aðgerðir svo yfirborðskenndar og oft svo augljóst að skortur á málefnalegri þekkingu og skilning vantar. Alltaf svo augljóst að einstaklingurinn er í raun bara kennitala og hvað leynist á bak við hana vilja menn ekki vita.

Ljóst er að staldra verður við og hugsa upp á nýtt.  Endurskoða tilgang þess að lifa og starfa hér og hvað það er sem þarf að gera til að jafna tilverukostnaðinn.  Það gengur ekki lengur að benda á afkomumeðaltalstölur við erum ekki meðaltal hvorki eins né neins.  Meðaltal er óraunveruleikinn uppmálaður og stórhættulegur í stjórnmálaumræðu.  Allir sem sveiflast undir og yfir gleymast og týnist og birtast svo ráðamönnum seinna og til mikillar undrunar sem félagsleg vandamál.

Svo móðgast þeir, skilja ekki vandann og lausnin er skv. venju,   þetta fólk er ekki til sjáið meðaltalið!!!!!!!!!!!!!!!!! meðaltalsjón og Jónína hafa það að meðaltali gott!!

Leitum inn á við í kyrrð og ró og finnum sannleikann um lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband