Auga fyrir auga og tönn ..............

Við virðumst aldrei ætla að læra á fyrri misstökum.  Fyrstu viðbrögð Vesturlanda eru alltaf að gjalda líku líkt.  Við sjáum skýr dæmi þess með N-Kóreu og refsiákvæði Öryggisráðsins.  Að loka á N-Kóreu svona á bara eftir að gera allt verra.  Eigum að bjóða þeim alla aðstoð til að koma landinu í sjálfsbjargar form.  Hjálpa til við uppbyggingu N-Kóreu án skilyrða en auðvitað fylgjast með.  Hvað er ekki að gerast í Íran? Og hvernig er ástandið í Írak? Leið Bandaríkjana er svo fasistaleg og löngu úr sér gengin og skapar alltaf ný vandamál. Þau færast bara til. Af því að ekkert er skoðað til botns og fólki ekki sköpuð skilyrði til mannsæmandi lífs á eigin forsendu. 

Hvað gerðist ekki í Víetnam og í mörgum ríkjum Afríku?  Hvað mun ekki gerast í Evrópu ef Nýnastar og þjóðarsinnar fá  að loka fyrir innflytjendum og búa til sér minnihlutahópa í samfélaginu. Við búum til ný orrustusvæði í eigin garði. Í stað þess að hjálpa fólki til sjálfsbjargar og að aðlagast sínu nýja lífi.

Eina leiðin til að lifa í samfélagi þjóða er að virða aðrar þjóðir til þess sama og við viljum sjálf.  Hætta að lifa í eigingjörnum ótta að hætti Bandaríkjanna og veita aðstoð af heilindum og öllu hjarta.  Við fengum ekki einkaleyfi til gæða jarðarinnar fyrir okkur sjálf.  Jörðin er fyrir okkur öll hvort sem við viljum eða ekki. Eigingírni og árásargírni til að vernda hana er leið til einangrunar og sjálfheldu.  Þessvegna er þessi staða á jörðinni í dag.  Eigingírni og sjálfselska leiddi okkur á þennan stað.  Breytum þessum og förum nýja leið hjálpum og sýnum kærleika án skilyrða um að allir eigi að vera eins og við sjálf. 

Trú er í grunninum allstaðar eins,  leit að kærleiksríkri tilveru í sátt við fólk og land.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband