"Skynsemisstjórnmál eða trúarbrögð"

Stjórnmál líkjast trúarbrögðum all meir og trúarbrögð eru rekin sem stjórnmál.  Er nema von að ég eða almenningur skilja takmarkað það sem er verið að segja.  Hvenær fóru sögð orð að þýða annað er það sem þau sögðu? Hvenær fór túlkun að geðþótta þess sem túlkaði það sem sagt var að skipta meira máli en skoðun þess sem hafði talað máli sínu?  Já túlki nú  hver með sínu nefi.

Það er að verða erfiðara og erfiðara að koma einföldum skoðunum á framfæri. Svona grunnskoðunum á því hvað skipti aðallega máli í lífinu.  Hvað beri að setja í fyrstu sætin.

Hvert er markmið okkar með búsetu á Íslandi?  Gott líf er sjálfsagt stysta svarið.  Í góðu lífi er allt innifalið og virðist ekki þurfa umræðu við. Markmiðið það sama en leiðirnar margar eða er svo? Grunnþarfirnar eru húsaskjól, matur og góða heilsu til jafns fyrir alla.  Ekkert í núverandi bútasaumsteppi laga og reglugerða sem snúa að þessum þremur atriðum virka í dag sem félagslegt  jöfnunartæki.

Brýnt er að þeir sem eru í framboði geri sér grein fyrir því að breytinga er þörf.  Uppskurð á lagabálkum er nauðsyn sem ekki verið komist hjá.  Eða kanski þarf frekar ný líffæri og ferskara og kjarkmikið blóð.

Lífið er stutt en á 60 ára hátið Alþingis var fyrirséð að komið var í bakkgír. Skortur á raunveruleikaskyn, drengskap, fyrirhyggju og þolinmæði einkenna athafnir ríkistjórnarflokkana nú sem fyrr.   

Nauðsynlegt er að vanda vel til verks bæði í prófkjörum og svo á kosningadegi.  Eitt sem ég tel sjálfsagt fyrir næstu Alþingiskosningar er að stjórnarandstaðan komi sér saman um stefnu og gangi sameiginlega til kosninga. Með forsætisráðherraefni og ekkert nudd lengur um óbundnir til atlögu.  Enginn er óbundinn lengur nema sá ístöðulausu og hver vill hann?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband