2.2.2008 | 13:09
Hvað gengur þingmönnum til?
Heilbrigðisráðuneytið hefur ítrekað hvernig eftirliti með framkvæmd tóbaksvarnalaga er háttað. Lögin voru á sínum tíma afgreidd frá Alþingi allra landsmanna. En ég hafði gleymt einu. Undanþága fyrir Alþingi. Hvað er verið að segja með þessu? Í Leifsstöð er einnig undanþága fyrir reykingum innanhúss.
Fátt að segja um þetta nema að hér hlýtur vanþekking á jafnræði skv. stjórnarskrá að vera algjör. Vanþekking á jafnræði, gagnkvæmri virðingu og algjör skortur á auðmykt hefur ráðið för. Ef það var eitthvað sem Alþingi mátti ekki gera þá var það að gefa sjálfum sér heimild til að reykja inni. Ég er enn kjaftstopp yfir þessu -hafði gleymt því!
Ef þið haldið svo að undanþága í Leifsstöð sé nauðsynleg vegna útlendinga þá vaðið þig (siggarettu) reyk! Algjört bann í Leifsstöð senda bara skýr skilaboð til allra sem þangað koma að á Íslandi gildir bann við reykingum innandyra. Það er okkur til sæmdar að hafa sett þessi lög og ágætt að láta alla vita að við erum stolt af þeim líka í Leifsstöð.
Hvernig má þá vera að þetta var gert með þessum sjálfglaða og -góða hætti? Ekki er með nokkurri einu sinni smá sanngirni hægt að banna reykingar á sérsvæðum t.d. veitingahúsa þegar lögin voru samþykkt með ofangreindum undanþágum. Hvernig ætli sé að skjóta sjálfan sig í fótinn - endurtekið eins og samþykkt þessara laga virðast benda til að gert hafi verið.
Trúi þessu ekki enn með Alþingi! Hvað er í gangi? Má maður ekki skreppa frá í agnar stutta stund án þess að vitlaust er gefið. Ja hérna !
Heilbrigðisráðuneytið brýnir stofnanir vegna reykingabanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Facebook
Athugasemdir
Heyr ... heyr!
Gísli Hjálmar , 3.2.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.