Glumrugangur í Ráðhúsi!

Það á enn eftir að sjá hvort kalla megi þetta "nýtt samstarf" þennan bræðing sem varð til í gær. Eftir fréttir gærdagsins situr eftir vonbrigðarupplifun innra með mér.  Hvað gerist næst? Hverjum er eiginlega treystandi í stjórnmálunum.  Ég kýs fólk til að vinna að framgangi allra í borginni og fæ fólk sem vinnur að eigin framgangi.  Hugsjónasnauður og sundraður Sjálfstæðisflokkur og Óháður stakur Frjálslyndur plotta í reyklausum bakherbergjum engum til gagns.  Eftir stendur vantrú á stjórnmálamenn og það sem þau standa fyrir..  Ekki gott, bara vont og það að halda að svona vinnubrögð eins og gærdagsins eða þau sem voru áður tengd REI málinu skili árangri er ótrúlegur barnaskapur.  Þetta veldur aðeins vonbrigðum og vantrú á heilindum þeirra sem tala sem mest um að þetta sé nú fyrir kjósendur en hafi ekkert með eigið valdabrölt að gera.  Óheilindin eru það versta sem eftir standa þegar svona er staðið að málum.  Hverjum er eiginlega hægt að treysta.  Ég er ekki fifl sem trúi öllu bullinu sem vellur út þegar réttlæta á eigin flumbrugang og valdagræðgi.  Get alveg séð að hefndarhugur og sært stolt hafa stjórnað aðgerðum.  Nýji verkefnalistinn var ósköp venjulegur áherslu/minnislisti sem hver sem er í hvað flokki sem er hafði getað skrifað.  Almennt orðaður loforðalisti sem þessvegna getur engan svikið.

Var farinn að slaka á með nýjum meirihluta þegar þetta ríður yfir sem reiðarslag.  Rúmir 100 dagar sem lofuðu góðu sem lofuðu nýjar áherslur og manneskjulegri nálgun.  Það var aðeins meiri tilfinning í stjórnmálaumræðunni þessa 100 daga. 

Mér sem kjósenda er sýnd vanvirðing með yfirborðskenndri réttlætingu á vinnubrögðum síðustu daga.  Væri nær að nýjir stjórnendur með Sjálfstæðisflokki í fararbroddi töluðu bara af einlægni um ástæður þessarar aðgerðar.  Sjálfstæðismenn virðast hafa verið að bjóða Borgarstjórastólinn til hægri og vinstri síðustu mánuði og loks kokgleypti nýkominn fiskur agnið.   Af einhverjum ástæðum hef ég ekki trú á nýja hópinn.  Eitthvað of slétt og fellt við einslitan hóp Sjálfstæðismanna og einhver skortur á sannfæringarkrafti hjá þeim óháða.  Það vantar tilfinningar í nýjan meirihluti vantar tilfinningastjórnmálamanninn með glampan í augunum og hjartað á borðinu.  En sá leyndist nefnilega inn á milli hjá 100 daga meirihlutanum.

Hvernig stendur á því að kjósendur virðast lítið hafa með það að gera hver stjórnar borginni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband