23.10.2007 | 16:07
Félagsmálaráðherra - ríkisstjórn hvar eru djörfu hugmyndirnar um nýtt húsnæðislána fyrirkomulag?
Þá eru komnir nýjir stjórnendur hjá ríki og borg. Held að þetta breyti afar litlu fyrir meðalíslendinginn og meðalreykvíkinginn! Við erum alltaf að spóla í forinni án árungurs nema þau sem híma hamingjusöm ofarlega í skýjunum í landi hinna nýríku.
Stjórnmálafólk virðist eins og hinn spólandi almenningur ófær um að losna úr farvegi yfirborðsmennsku og leti. Hugleysi raunar finnst mér að aldrei skuli í raun vera neitt gert í að jafna lífsafkomu okkar. Endalausar nefndir og endalausar umræður sem skila engu. ALdrei kafað niður á botn og byrja að endurskoða frá grunni.......................
Lágmarkslaun eru enn sorglega lág, matur of dýr og húsnæðiskostnaður úr öllu samhengi við raunveruleikann. Varðandi húsnæðismál þá sveiflast lánshlutfall eftir ráðherra hverju sinni. Búið að vera sl. 15 ár ýmist 70% til 90% niður í 80% og var tímabundið 100% í niðurlagða félagslega kerfinu. Vaxtabótakerfið eins og illa saumað flosnandi bútasaumsteppi. Staðreyndin er að allar þessar aðgerðir eru til einskis. Leysa oft til skammstíma vandann en safna honum eiginlega saman á bakvið tjöldin. Og það sýnist vera rétt - uppsafnaður vandi fjölgar nauðungarsölum verulega þessa dagana. Það er ekki vera að leysa neitt aðeins fegra yfirborðið hverju sinni.
Lán vegna kaupa eiga að vera 90 til 95% óverðtryggð og til að minnsta kosti 60 ára af einni íbúð af eðlilegri stærð fyrir viðkomandi fjöldkyldu.
Hvað endist húsnæði lengi í dag? Hvað erum við að afskrifa það á löngum tíma? Ekki er það á 15, 25 eða 40 árum það er víst.
Húsnæðisbætur þannig að aldrei sé greitt meir en 25% af tekjum vegna ofannefnds húsnæðis.
Og hvar er félagslega lánakerfið? Þegar Byggingarsjóður verkamanna lánaði 90% + 10% reyndust þau afar vel. Það fólk stóð oftast betur í skilum en aðrir lántakendur. Enda fyrirgreiðslan miðuð við þau og lánstími lengri og vextir lægri.
Leiguíbúðir eru enn fjarlægur draumur hér á landi! Í raun hlægilegt það sem verið er að gera í þeim málum. Þar er enn lánstími svo mikið alltof stuttur má vera lengri en vegna kaupa og vextir + verðtrygging gerir það hríkalega óraunhæft að fara út í byggingu leiguíbúða.
Hér verða einnig að koma inn húsnæðisbætur þannig að aldrei sé greitt nema 25% af tekjum vegna íbúðar.
Góð síða er skovdebostader.se fyrirmyndarsíða eins og húsnæðismál geta verið !!!!!!!!
Það má svo alveg fara að horfast í augu við raunveruleikann!! Sem er andlát eignarstefnunar. Nema við dröttumst upp úr farvegi liðinna tíma og breytum frá grunni, hreinlega breytum öllu sem snýr að húsnæðismálum dagsins í dag!
Hvað ætli nauðungarsölur og annar kostnaður vegna íbúðarmissis sé mikill? Hvað kostnaður vegna sífellds flutnings fólks milli íbúða vegna breyttrar forsenda lána eða tekna þess sé mikill? Hvað ætli gjaldþrot einstaklinga vegna íbúðar kosti samfélagið mikið?
Húsnæðislánakerfin hafa fram á þennan dag verið skammtíma lausnir og samkomulagsmall! Lánakerfin hafa verið einstaklingum og þjóðinni alltof dýr og mikilla breytinga er þörf.
Ný ríkistjórn og sveitarstjórnendur eiga möguleika á að gera eitthvað sem skiptir máli !!!!!!! En svo efast ég enn um að það sem verður gert muni duga vera raunveruleg endurbót? Held satt að segja að það verði enn einu sinni farin einhver millileið á kostnað okkar sem búa í þessu landi. Því miður virðast ekki vera uppi hugmyndir um afgerandi breytingar hjá félagsmálaráðherra og ríkisstjórn í þessum málum. Andlát eignarstefnunar á alveg rétt á sér en hvað á að taka við??
Menningarsamfélag getur ekki hagað sér svona!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.10.2007 kl. 18:14 | Facebook
Athugasemdir
Velkominn aftur í bloggheima Percy. Löngu tímabært!
Kær kveðja,
Gísli Hjálmar
Gísli Hjálmar , 23.10.2007 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.