Valdatafl stjórnmálamanna!

Getur verið að þetta sé eigingjörn valdabarátta? Frá því að við að hluta komum frá Noregi og Írlandi höfum við verið í basli með sjálfsmyndina.  Viljum sýnist sjálfstætt ríki við viljum vera barasta stórt ríki og skipta máli hvað sem tautar og raular og hvað sem það kostar. Þar afleiðandi eru teknar eigingjarnar ákvarðanir sem snúast fyrst og síðast um sjálfsvirðingu og sjálfsmynd 63ja atkvæðisbærra þingmanna.  Þannig að ráðamenn slakið á og farið að fjalla um hagsmuni heildarinnar lands og þjóðar!

Krónan er og verður basl fyrir litla Ísland með fábreyttan útflutning og 320.000 íbúa.  Stoltið og hroki er að verða fall okkar að þessu leyti. Minnimáttarkennd sem hrjáir heila þjóð hérumbil er ekki farsæl til framdráttar. 

Óttinn við að missa "völd" sem er í raun ekkert því utankomandi aðstæður ráða mestu um krónutengdan hag okkar.  Þessar eigingjörnu leiðir stjórnmálanna, kosta einstaklinga og landið í heild ótrúlegt öryggisleysi.  Basl og þvaður um leiðir sem allar nema ein, sem má ekki fara, eru aðeins tímabundnar bjargleiðir því fljótt fer í gamla farið. 

Er staða okkar svo góð núna? Hvað með bjargráðið verðtrygging skulda? Hvað með útflutning á fiski og ál? Endalausar sveiflur og óvissa um innkoma og útgjöld.

En nei, við eða þau (Alþingi) geta ekki hugsað sér að missa "valdið" og eyða ógrynni tíma í vonlítla baráttu sem í raun aðilar/aðstæður í útlandinu ráða útkomunni á. Kjör landsmanna andlega, líkamlega og félagslega vellíðan þjóðarinnar er skiptimyntin í valdabaráttunni.  Og þetta allt virðist bara engu skipta þegar stolt og hroki ásamt innantengdu þjóðaröryggisleysi er annarsvegar.

Eru við hugsanlega meðvirk með okkur sjálfum? Þurfum við sem fyrst kosningar?  Er það góða fólk sem kom okkur áfram úr hruninu búið með orkuna sína og ber að segja takk og halda áfram með nýju fólki ef svo velst á stjórnpallinn?

Ég er að tala um nýtt fólk ekki Sjálfstæðisflokkinn!


mbl.is Bæði kostir og gallar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband