18.2.2012 | 19:32
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Get verið sammála um að mál sem þetta eru alvarleg. Það verður þó að taka þau frá öðru sjónarhóli en við erum vön að gera á Íslandi. Þetta snýst um heiðarleika, trúverðugleika og traust sem verður að vera ófrávíkjanlegt að ríki hér á landi þegar um opinberstörf er að ræða. Þetta snýst ekki um hvort viðkomandi sé sár eða moðgaður vegna þessa, mikið eða lítið sekur eða jafnvel alls ekki að beinu broti heldur hvort hann njóti framvegis trausts í starfi þegar þarf að taka á mál sem jafnvel svipar til þeirra er verið er að rannsaka.
Í greinargerð Ásbjörns Björnssonar og Ástráðs Haraldssonar kemur m.a. eftirfarandi fram:
Við teljum í ljósi framangreinds að fram hafi komið upplýsingar um atvik sem er til þess fallið að draga megi í efa trúverðugleika forstjóra FME en viljum ítreka að ekkert í okkar skoðun á þeim gögnum sem fyrir liggja tekur af tvímæli um að um lögbrot hafi verið að ræða"
Hagsmunir almennings ganga á undan öðru og verður því ef minnsti vafi er á heiðarleika að víkja viðkomandi úr starfi. En ástæðulaust að vera með óbeinar ásakanir og ljótt orðbragð þegar þetta er rætt. Komum fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur. Verum hrein og bein án þess að gera lítið úr öðrum.
Nýja Ísland krefst þess að ný vinnubrögð séu viðhöfð í starfi hvort sem er á Alþingi eða í opinberum störfum að öðru leyti.
Gat ekki um félög á Guernsey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvaða nýja Ísland?
Gunnar þarf ekki að hafa áhyggjur af því, að fá ekki starf við hæfi. Hvaða nýja Ísland?
Það má teljast merkilegt að orðið "heiðarleiki" skúli finnast í tungumálinu.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 20:05
http://www.ruv.is/frett/alvarleg-vanskil-aldrei-meiri
Percy - hér er nýja Ísland!!!!!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.2.2012 kl. 23:27
Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir góðan vilja er mér ómögulegt að skilja hvað þú meinar með þessari færslu
Agla (IP-tala skráð) 19.2.2012 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.