Búum við í sama landi kæra þingkona?

"Þetta er óásættanlegt" segir Ragnheiður um tjaldbúðirnar á Austurvelli.  Tjaldað er hjá Jóni Sigurðssyni á táknrænasta fleti borgarinnar til að vekja athygli á félagslegu misrétti og óánægju með störf Alþingis.  Þetta er ekki fegrunarátak ágæta þingkona heldur grafalvarleg mótmæli hóps íslendinga sem eiga sinn rétt til jafns til fólksins inni í Alþingishúsinu.

Við erum óvön að fólk láti í ljós óánægju hér á landi og alveg kominn tími á hverskonar aðgerðir til að ýta við stjórnendum landsins.  Húsbóndahollustan hefur ekkert fært okkur nema skert og þvingað lýðræði sem stjórnast af ýmsum hagsmunasamtökum og fjármagnseigendum. 

Heyra má hræðsluáróður Samtaka atvinnulífsins, bændasamtaka, LÍÚ og fleirri aðila um að allt sé að fara fjandands til ef við tengjumst evrópu í bandalagi.  Um leið eiga nefndir aðilar sitt fólk í þinghúsinu sem hafa þarf gætur á.

Svo tjaldið áfram gott fólk og það ekki til einnar nætur því slíkt dugar ekki þegar móttakandinn er með allar gættir lokaðar og sér ekkert í húsinu fyrir framan.


mbl.is Tjöldin ekki til prýði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Percy !

Vel mælt; sem vænta mátti, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; af utanverðu Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 20:22

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Á dauða mínúm átti ég von en ekki að Óskar Helgi tæki undir pistil þar sem verið er að vara við hræðsluáróðri gegn ESB. Og hvetja til að fulltrúar LÍÚ, Bænda og fleiri á þingi séu undir eftirliti. Og fagna pislinum. Held að ég sé ekkert að misskilja hér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.11.2011 kl. 20:41

3 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Magnús Helgi !

Ógeðin þín; Jóhanna og Steingrímur, eiga líka inni, hluta þessarrar sneiðar, sem Percy sendi ræksnunum, yfirleitt.

Lestu betur Magnús minn; texta Percy´s, áður en þú tekur, að hælast um, drengur.

Og; vitaskuld, eiga þeir Slepju- Bjarni - sem og Sigmundur Davíð, sinn skammtinn hvor, ekki síður, en þau fyrst nefndu, Kópavogsbúi knái !

Með; fjarri því, síðri kveðjum - en þeim fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.11.2011 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband