Fróðlegt um námsárangur!

Mjög fróðlegt væri að vita meira um skiptingu milli nemenda hvaðan koma þau og hvert stefna þau?

Hvaða sveitarfélag, hvaða skóli, hvaða hverfi, félagsleg staða foreldra, menntun foreldra, staða nemanda í skólanum allt skiptir máli þegar árangur er skoðaður og til hvers á að nota hann.  

Í Svíþjóð er ljóst að mikill munur er eftir því hvaðan nemendur koma. Mikill munur á árangri hefur verið milli skóla og þeim ljóst að misjafnlega farið eftir Námslöggjöf og öðru tengdu almennri skyldu sveitarfélaga til jafns aðgangs nemenda að námi.

Þar kom í ljós að mjög misjafnt er með hvaða árangri nemendur útskrifast úr grunnskóla.  Og mjög misjafnt hvað verður um nemendur eftir grunnskólann. 

Fer það ótrúlega mikið saman við og nær alfarið eftir í hvaða sveitarfélagi, hvaða skóla og hver samfélagsleg staða foreldra er hvað verður um nemendur í og eftir grunnskóla.

Hér er hugsanlega um mikið ójafnræði að ræða sem taka þarf vel á og koma í veg fyrir að félagslegt misrétti viðgangist í skólum landsins.  Afhverju ætti það að vera öðruvísi hér en í Svíþjóð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband