27.8.2011 | 09:55
Eru kaup hugsanlega liðin tíð og leiga framtíðin?
Kaup á íbúð er enn að detta inn sem leiðandi lausn í húsnæðismálum. Eftir áratuga reynslu í þessum geira sé ég ekki lausnina í þessari hugmynd. Að kalla sig eiganda með 5% útborgun er í raun blekking og að festa viðkomandi í skuldafangelsi afborgununa og vísitölu nema lánstími sé lengdur margfalt og vaxtabótakerfið endurnýjað frá því sem nú er. Ef lánstimi er lengdur dregur úr eignamyndum og leiga er raunveruleiki þessarar leiðar.
Hvernig stendur á því að við getum ekki komið á leigu með sterkum réttindum/skyldum leigenda hér á landi samsvarandi því sem er á norðurlöndunum? Með betri hönnuðum íbúðum, betri nýtingu fermetra, mun lengri lánstíma, lægri vöxtum og endurnýjuðu lélegu húsaleigubótakerfi er þetta framtíðin. Fólk er ekki að eignast með 5% úborgun heldur í raun að leigja með eigendaskyldum eins og staðan er í dag. Markaðurinn sveiflast og tap eða "gróði" í algjörri óvissu. Með öruggu leiguíbúðakerfi er þessa óvissa tekin í burtu ásamt að fjölmargir aðrir óvissuþættir eru sniðnir af.
Ég skil ekki tregðuna við að breyta um húsnæðispólítík hér á landi. Þrátt fyrir staðreyndir og ótrúlegan galla núverandi eignarstefnu er enn hamrað á henni. Skoðið síður eins og www.skovdebostader.se um hluti sem gætu verið okkur til fyrirmyndar.
Komum á sterku leiguíbúðakerfi með eignarkerfi í bönkum meðfram fyrir þá sem vilja og góðum sameiginlegum húsnæðisgreiðum sem taka mið af m.a. fjölskyldustærð, tekjum og íbúðastærð.
Þetta er hægt hér eins og í löndunum í kringum okkur. Hættum þessari eignartalablekkingu og horfum með hagkvæmum greiðslugetuaugum á raunveruleikann í stöðu húsnæðismála hér á landi.
Hjálpi ungu fólki að kaupa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér á landi er leiga oftast skammtíma og undir kostnaðarverði. Fólki þykir mikið að borga 150 þúsund þó verðið ætti að vera 200 þúsund. Leigufyrirtæki og hinar ýmsu stofnanir geta ekki leift sér að leigja út húsnæði undir kostnaðarverði. Þannig að meðan markaðurinn er ekki tilbúinn til að borga rétt leiguverð verður ekki til neinn sterkur leigumarkaður. Ert þú tilbúinn til að greiða hærri skatta svo ríkið geti tekið á sig hluta kostnaðarins og niðurgreitt leigu?
sigkja (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 14:53
Þetta er laukrétt hjá sigkja.
Og nei, ekki er ég til í að borga hærri skatta gegn einhverju jafnarkjaftæði.
Karpi (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 16:34
Persý, lífskjörin í landinu bjóða upp á nýja lausn, sem þessi ríkisstjórn ætlar að kynna með haustinu. Tjaldlausnina!
Sigurður Þorsteinsson, 27.8.2011 kl. 16:34
Nákvæmlega.
Núverandi "stjórn" hefur sýnt að ekki egi að leggja fram peninga í íbúðir og þess þá heldur að spara.
Maður á bara að eyða öllu, leggjast svo niður og bíða eftir að aumingjakerfið komi og bjargi manni.
Óskar Guðmundsson, 27.8.2011 kl. 17:33
Percy, ég þykist vita að þú hafir ágæta þekkingu á þessum málum þar sem þú starfaðir lengi hjá Íbúðarlánasjóði.
Þess vegna langar mig að velta því upp, hvort húsnæðiskerfi okkar sé svo galið þegar upp er staðið.
Mér skilst að fólk sé að borga 150-200000 á mánuði í afborganir af meðalíbúð, það er svo langt síðan ég keypti þannig að mínar aðstæður eru aðrar.
Viðkomandi borgar þessa uphæð þá í tuttugu og fimm eða fjörtíu ár og á þá íbúðina skuldlausa, þá getur viðkomandi slakað á í ellinni og þarf þá ekki lengur að borga af íbúðinni annað en viðeigandi gjöld.
Ég býst við að gjöldin séu lægri en leigan, sem er væntanlega svipuð upphæð, ca 150-200.000., en þá þarf viðkomandi að borga leigu svo lengi sem hann lifir og ekki er ódýrara að borga leigu í þjónustuíbúðum.
Ekki veit ég hvort þetta eru réttar forsendur hjá mér Percy, en þú leiðréttir mig þá, því ég hef ekki sömu þekkinguna á þessu og þú.
Jón Ríkharðsson, 27.8.2011 kl. 19:39
Ég hef aldrei skilið þá umræðu að það sé eitthvað ódýrara fyrir fólk að leigja frekar en að kaupa eða byggja sína eigin íbúð. Byggingarkostnaður er væntanlega sá sami hvort sem íbúðin á að fara í leigu eða sölu. Ekki býst ég við því að leigusalinn sé að niðurgreiða leiguna fyrir leigjandann. Ef á þessu er einhver marktækur munur er eitthvað vitlaust gefið.
Þórir Kjartansson, 27.8.2011 kl. 21:02
Þetta er röksemd en elur kannski á nýju kerfi þ.e. bankar og fjármálastofnanir maka krókinn og það getur svo farið að stöndug fyrirtæki fara útí þennan business að leigja. Fljótlega verðum við komin með annað þrælakerfi. Er ekki betra að láta fólk eiga að minnsta kosti 20% útborgun í eign til þess að kaupa. Í flestum ríkjum þar sem að gagnrýnin hugsun er við lýði þar láta bankar fólki ekki í té fjármuni nema að það geti fjármagnað svo mikið. Það er mikið að fólki sem að hefur sparað og náð að koma þaki yfir höfuðið. Ísland er að verða land meðalmennskunar og þar má engin skara fram úr eða koma sér áfram það þurfa að vera til félagslegar lausnir fyrir flestu í dag. Ég held að það séu fleira sem mæli með því að einstaklingar eignist fasteign frekar en hitt. Þegar fólk hættir að vinna þá á að það í flestum tilfellum meirihluta í sínum eignum og þarf kannski ekki að leigja.
Mummi (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 21:52
Konan mín myndi skjóta mig ef við þyrftum að borga húsaleigu þegar við erum komin á eftirlaun. Það að búa í annara manna húsum og geta hvenær sem er búist við að þurfa að flytja vegna þess að eigandinn vill gera eitthvað annað við húsnæðið er ekki sérstaklega aðlaðandi. Ég vill búa í mínu eigin húsi og ráða þar húsum, 100%.
Ég held að það sé fólki farsælast að eiga húsnæðið sem það býr í. Verið getur að það sé stundum erfitt að greiða af lánunum en það hlýtur að vera betra að gera það og eiga skuldlausa eign seinna meir en að vera stöðugt að borga húsaleigu.
Er ekki nóg til af tómum íbúðum á Íslandi? Ég kom þangað síðast árið 2009 og þá var nóg af auðu húsnæði. Er búið að flytja inn í þetta allt saman? Ef svo er, hvaðan kemur þá allt þetta fólk? Ég hélt að íslendingar væri að flytja í stórum stíl til útlanda.
Ég hefði haldið að núna væri einmitt rétti tíminn til að kaupa húsnæði, eftirspurn lítil og framboð mikið.
Að lokum, dettur einhverjum sem á bara fyrir 5% útborgun í huga að kaupa? Fólk í þeirri stöðu ætti ekki að flytja út frá pabba og mömmu...
Hörður Þórðarson, 28.8.2011 kl. 04:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.