24.8.2011 | 10:24
Sífelld leit eftir neikvæðar fyrirsagnir rýra lífskjör!
Er einhver hissa? L.Í. á hagsmuna að gæta í þessu máli. Þannig er bara Ísland í dag.
Í stað allra frétta um allt sem illa fer og er ómögulegt að mati blaðamanna finnst mér kominn tími á jákvæðni. Af nóg er að taka þrátt fyriir erfiðleika.
Ferðaþjónusta, verslun ferðamanna, makríll, enn jákvæður samanburður við verslun í útlöndum, nýjar hugmyndir um fyrirtæki, framleiðslu sem mætti þó styðja mun betur og ásókn í skóla þar sem mætti þó leggja meira áherslu á verklega menntun og fjölbreyttni hennar.
Það má eflaust vinna mun betur úr sjávarafurðum en ekki flytja hrátt til útlanda. En fiskurinn er ekki horfinn sem betur fer. Við höfum það að meðaltali gott en bilið er alltof breytt. Verðugt verkefni að jafna lífskjör og bæta líðan allra sem eru neðan við blessaða meðaltalið. Það getum við með heiðarlegri og sanngjarni endurskoðun skiptingu á gæðum landsins. Jákvætt hugarfar getur borið okkur langt og auðmýkt fyrir verkefnunum er okkur nauðsynleg.
Sífelld leit eftir því sem miður fer er einhver lenzka sem við verðum að taka til endurskoðunar. Þetta eru allt verkefni sem finna má sameiginlega og sanngjarna lausn á þ.e. ef við vinnum saman að lausn þeirra.
Breytingarnar rýra lífskjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.