29.5.2011 | 10:40
Ekki meir "ræðir umbætur" gerum eitthvað!!
Horfði á landlækni í viðtali hjá Kastljósi vegna læknadópsins sem flæðir og hefur flætt hindunarlaust um samfélagið. Sorg fyllti mig við að sjá hann berjast á móti staðreyndum, reyna að segja ekki neitt og um leið segja allt um hvers vegna við erum stödd einmitt hér í dag. Réttlætingar og afneitun fylltu skjáinn af þvílíku afli að engu var líkt! En þetta var aðeins ein af mörgum birtingarmyndum vanmáttar okkar til að geta viðurkennt staðreyndir þótt aðeins faglega hlið þess enda má samviska hvers og eins eiga sitt einkaspjall.
Forvarnir, fyrirbyggjandi langtíma markmið sem stefnt er að er ekki leið sem farin er hér á landi. Við leggjum nánast ekkert fjármagn í forvarnir en mikið í að byggja hús yfir þegar veika einstaklinga og greiða götur fólks sem þegar þjáist.Auðvitað á að samkeyra upplýsingar í lyfjaverslunum um úttekt mína til að fylgjast með hvort eðlilega sé að henni staðið. Ég upplifi það ekki sem persónunjósnir.
Auðvitað á að taka hart á þeim sem vitandi um skaðsemi lyfja sem má misnota ávísa þau í óeðlilegu magni.
Auðvitað á að fræða um grunnforsendur góðs lífs í skólum landsins. Lífsleikni heitir eitthvað í kennslunni! Lífsfærni öðlumst við þegar við fáum eðlilega fræðslu og getum forðast það sem veldur því að lífsleiknin gagnast okkur ekki.
Auðvitað er það ábyrgðarleysi að taka ekki á málunum í upphafi þ.e. áður en málið verður að vandamáli.
Auðvitað er það stórfurðulegt að enn skuli smokkar teljast lúxus og 2. 000 íslendingar smitast af kynsjúkdómum árlega.
Auðvitað er það magnað að meðvirkni þ.e. vanvirk lærð hegðun skuli ekki rædd sem vandi sem er að sliga þjóð okkar. Af hverju haldið þið að ástandið sé eins og það er?
Auðvitað er það óskiljanlegt að ungir einstaklingar skuli ganga atvinnulausir í sumar og lengur vegna einhverra örfárra milljóna króna “sparnað” en ekkert hugsað um hvert væntanlegt aðgerðarleysi muni leiða.
Auðvitað er ekki hægt að sætta sig við að stjórnmálamenn skuli enn hugsa í 4urra ára tímabilum og ekki þolinmæði hafa fyrir langtímamarkiðum og aðgerðum.
Auðvitað er það makalaust að um leið og greiðslur til þeirra sem þurfa félagslega og fjárhagslega aðstoð er ákveðin er samhliða búin til tekju- og fjölskyldutenging hins opinbera sem heldur öllu vel innan fátæktarmarka. Er þetta tilviljun?
Auðvitað snýst þetta allt um völd og kunningja- einkavinavæðingu samfélagsins! Að finna að ég ræð því hvað er veitt og hver fær aðstoð og auðvitað finnst einhverjum illa áttuðum og veikum einstaklinga þetta vald gott. Stjórnmálafólk, embættisfólk, fólk í lykilstöðum hefur löngum verið valið útfrá vinasamfélaginu og eigin hagsmuna en ekki heildarhagsmuna þjóðarinnar. Mál eins og mengun, sorp umgengni um land, loft og sjó er dæmi um seinagang vegna hættulegrar vanvirkrar hegðunar.
Auðvitað er það tilviljun að mannréttindi hafi aukist utanfrá með innleiðingu evrópskrar löggjafar.
Auðvitað er það tilviljun að húsnæðismál okkar eru enn eignarréttartengd og ótrúlegt að ekki skuli vera gerður alvöruuppskurður á þessum málaflokki!!!
Auðvitað á að hætta bótatalinu og tala um greiðslur úr sameiginlegum sjóðum sem við erum sameiginlega að greiða í en eigum líka rétt til að fá greitt úr þegar vandi ber að höndum.Auðvitað er lífið bara tilviljun! Hvað höfum við með náungan að gera eða um líf hvors annars að segja?
![]() |
Samfylkingin ræðir umbætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ansi nálægt kjarna málsins - ástæðu þess að við erum í þessari stöðu sem þjóð. Stjórnvöld sjá ekki skóginn fyrir trjánum.
Sumarliði Einar Daðason, 29.5.2011 kl. 11:20
Stjórnvöld eru geld þegar kemur að því að gera eitthvað af viti!
Við ættum að hætta að læra dönsku sem skyldufag og sétja frekar inn lífsleikni.
Sigurður Haraldsson, 29.5.2011 kl. 11:47
Percy. Góður pistill hjá þér. Ungir einstaklingar þyrftu ekki að ganga um atvinnulausir í sumar, með tilheyrandi niðurbroti sem fylgir atvinnuleysi. Það er til nægur fiskur í landgrunninu, sem þarf að veiða og síðan vinna í fiskverkunar-húsum landsins, en stjórnvöld leyfa það ekki?
Heldur skal unga fólkið gert að auðnuleysingjum og þurfalingum gegn sínum vilja, en að skapa handa þeim þessa sjálfsögðu vinnu við fiskvinnslu! Hver þekkir ekki frá árum hér áður fyrr, að unga fólkið vann í fiski á sumrin, til að safna sér pening fyrir veturinn.
En í dag er reynt að eyðileggja unga fólkið og gera það ósjálfbjarga, og jafnvel leiðist það út í óreglu vegna atvinnuleysisins! Vinnan eflir og göfgar hvern mann, og vinna er rétta leiðin til að skapa sér lifibrauð, ef heilsa leyfir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.5.2011 kl. 12:25
Ég á 17 ára strák sem vantar vinnu.Við ramman reip að draga
.Það fá ekkert allir krakkar vinnu.hjá borginni.
Kemur í ljós um mánaðarmót hvort hann fái vinnu .
.Það eru engin framleiðslu störf í boði eins og í gamla daga. man fyrir 20-30 árum þá komust flestir í vinnu á þessum aldri.Byggingarvinnu eða í fiskvinnu.
Samt ætlar Gnarrinn að bæta smá pening í sumarvinnu.Vonansi að rætist úr.
Hörður Halldórsson, 29.5.2011 kl. 20:56
"Forvarnir, fyrirbyggjandi langtíma markmið sem stefnt er að er ekki leið sem farin er hér á landi. Við leggjum nánast ekkert fjármagn í forvarnir en mikið í að byggja hús yfir þegar veika einstaklinga og greiða götur fólks sem þegar þjáist. "
Vandamálið í hnotskurn er að það er alltaf verið að slökkva elda, en ekki huga að brunavörnum. Vissulegar þarf að slökkva eldana, en þeir væru mun sjaldgæfari ef að annað væri í lagi.
Takk fyrir góðan pistil Percy.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.5.2011 kl. 21:29
Sonur minn er fæddur 1986 og þegar hann var 11-13 ára (man það ekki) þá var auglýsing í RUV sem honum fannst FLOTT,og hún gerðist í fylliríispartíi en svo kom einn gestur í hófið og sagði NEI TAKK
við öllu eitrinu og "það var COOL að segja NEI"
Sonur minn er 27 í dag og hefur alltaf þótt Cool að segja Nei, en getur skemmt sér og síðan ekið vinunum heim.
Systur hans 25 og 23 ára horfðu auðvitað með, þá ansi ungar, og þær hafa látið allt rugl vera. Þau reykja ekki, drekka ekki og dópa ekki.
Forvarnir eru: "Að byrgja brunninn" Í dag þakka ég þessum forvörnum mikið, því þær sköpuðu miklar umræður á sínum tima hjá ungum börnum.
anna (IP-tala skráð) 30.5.2011 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.