Stóri og faldi vandinn varðandi framtíð Íslands?

Atvinnulausir eru um 13.200 (7.4%) að jafnaði hjá okkur. Ef að í kringum hvern eru þrir þá snertir þetta beint 40.000 íslendinga! Að auki er það svo hæst eða 15.4% atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 16 - 24 ára.

Hvar er þetta fólk? Hvað er verið að gera fyrir það? Hvernig er hugað að andlegu, líkamlegu og félagslegu heilbrigði atvinnulausra?

Mér finnst með ólíkindum hvað lítið fer fyrir athugunum á þessum hópum er hugsanlegt að veikindi séu algengari eða félagslegur vandi meiri en áður og þá hvernig?  Það er með ólíkindum hvað heyrist lítið um og frá þessum stóra hópi fólks í íslensku samfélagi.

Unga fólkið hvar er það? Hvar er forvarnarstarf okkar og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir unga fólkið? Hver var reynslan td. í Finnlandi varðandi þessi mál? 

Erum við að fljóta sofandi að feigðarósi í aðgerðarleysi sem við viljum ekki viðurkenna að sé til staðar?


mbl.is 15,4% ungs fólks án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Atvinnumálastofnun er með átak í gangi sem heitir ungt fólk til athafna, það er boðið uppá allskyns ókeypis námskeið fyrir yngra fólkið sem það getur tekið og þar af leiðandi hjálpað því að koma á atvinnumarkað aftur.

Ef þú mætir ekki á námskeiðin sem þú ert boðaður í (hefur val að einhverju leiti) þá missir þú bæturnar.

Snjokaggl (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband