13.1.2011 | 11:51
Nýir tímar, nýjar leiðir og nýja framtíðarsýn!
Alltaf að gerast þetta sama! Verkalýðsforingjar gera kröfur og ríkisstjórn og samningsaðilar segja gætið hófs. Ekkert nýtt engar breytingar á kröfum eða hugmyndum um leiðir til betra lífs.
Hvernig væri að nota verkfallsréttinn til að styðja hinn almenna launþega til að öðlast betra líf? Laun eru mikilvæg en þegar allt umhverfið að öðru leyti er í rugli og lamasessi gagnar lítið að rífast um prósentur. Matur er dýr, alvöru breyting á skattlagningu matar með hollustu og gagn í fararbroddi er nauðsynlegur. Matarbiðraðamenningaróleysið er hneyksli sem til hafa verið lausnir á til margra ára en engin tekið og framkvæmt td. kortahugmyndin og hvað þá hærri lágmarkslaun.
Þetta með að þekkingu á framfærslu einstaklinga og fjöskyldna skortir er auðvitað ekkert nýtt! Var í svipaðri stöðu þegar undirritaður vann við húsnæðismálin fyrir áratugum síðan. Lágmarksframfærslustuðullinn var pólítískur og hafði lítið með framfærslu að gera og ekkert virðist vera að breytast.
Húsnæðismálin eru í algjöru rugli þrátt fyrir allar breytingar eða frekar vegna allar þessara skammsýnu björgunaraðgerða. Félagslegar áherslur eru nánast engar og engin framtíðar breyting virðist sjáanleg. Margbent hefur verið á áratuga gamlar leiðir sem td. svíar og danir fara í þessum málum. Og hef ég td. nefnt skovdebostader.se sem dæmi um heildarlausn hjá sveitarfélagi og ríki. Vaxta-og húsleigubætur eru í úrreltum farvegi og ekkert að gerast. Allt fyrirkomulag varðandi þessi mál þarfnast endurskoðunar.
Heilbrigðismál eru með áherslu á að byggja og halda við kerfi sem þjónar þegar veiku fólki. Forvarnarstarf er í mýflugumynd og fyrirbyggjandi aðgerðir eiginlega ekki til að tala um í raun. Að frá ungum aldri frá fræðslu í lífsleikni, henni sé haldið áfram og þetta snýst um einstaklinga- og fjölskylduráðgjöf og stöðuga fræðslu. Stytting vinnuviku er heilbrigðismál ef launaliðurinn fylgir með og fleiri gætu fengið vinnu ef slíkt gerist.
Atvinnulega séð er furðulegt að ekki skuli vera keyptar tilbúnar í notkun verksmiðjur sem henta okkar teknar niður og fluttar til landsins. Okkur vantar störf núna en ekki á morgun!
Öllum er einhvernveginn ætlað að bjarga sér sjálfum og samvinna milli stofnana og aðila sem starfa að þessum málum í samkeppnisstíl frekar en að vera til fyrir fólkið.
Í öllu þessu væri verkalýðsaðilum mál að starfa við frekar en prósentugutlið sem er í gangi. Tekjutengingar má skoða mun meira varðandi húsnæðis og heilbrigðiskostnað fólks og spara mikið með öflugu forvarnarstarfi því heilbrigðisuppbyggingin er miðuð við að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann. Við höfum aldei í raun verið mikið fyrir forvarnarstarf eða fyrirbyggjandi aðgerðir höfum of lengi hugsað í fjögurra ára tímabilum og valdaklíkur ráðið ferðinni.
Skiptum um gír og förum nýjar leiðir við að semja um framtíð okkar í þessu landi. Við viljum flest ekki bara halda lífi heldur vera hamingjusöm og lifa lífi fullnægð og sátt við okkur og umhverfið. Og allt er þetta hægt en við verðum að fara upp úr gömlum farvegi vanans og stíga inn í óttann við breytingar og framkvæma eftir nýjum hugmyndum um framtíðina.
Gæti hófs í kröfugerð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Byrjum á að draga ESB samningin til baka þá fara hjólin að snúast.
Valdimar Samúelsson, 13.1.2011 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.