Einangrunarstefna? Forræðishyggja í þágu hverra?

Þetta snýst ekki um líf ríkisstjórnarinnar.  Þetta snýst miklu frekar um að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og undirbúa hana sem best.  Ég heyri ekkert nema að fólk vilji   greiða atkvæði en bara vel upplýst og að einhverjir sérskoðunarhópar fái ekki að stöðva það ferli.   Að hætta við og hafna án þess að vita eiginlega um hvað málið snýst er ekki farsælt eða til framdráttar fyrir okkur sem þjóð.  Tímarnir breytast og heimurinn breytist hraðar en við erum oftast að átta okkur á.  Eins og fiskarnir í sjónum virða ekki landhelgi eða brostnar forsendur fyrir afkomu heldur leita hagkvæmustu leiða til að lifa af á sínum forsendum verðum við að viðurkenna að ákvarðanir eru teknar sem ná yfir landamæri ríkja evrópu og heimsins. Túnfiskur til Írlands og makríll til Íslands og okkur þykir það eðlilegt!   Þessar ákvarðanir hafa mikil áhrif á líf okkar og betra að geta verið með í þessum gjörningum en ekki bara tekið við orðnum staðreyndum.  Stór hluti reglna evrópusambandsins eru þegar í gildi hér á landi og margt hefur lagað íslenskt samfélag til hins betra þrátt fyrir mótstöðu sumra og flest af því er að festa einstaklingsréttinn í sessi í okkar samfélagi.  Og það hefði stundum mátt gerast að okkar eigið frumkvæði!!!

Opnum augun fyrir staðreyndum,  látum ekki reka á reiðanum.  Ég vil vita hvert ég stefni og hvað ég er (á) að gera!

Er ekki augljóst að við höfum ekki ráðið við að koma opnu lýðræði á hér á landi.  Við erum enn að kljást við aðskilnaðinn við dani og minnimáttakenndin situr eftir óafgreidd.  Hætta er á að hún einangri okkur ef við vinnum ekki úr þessari einkennilegu kennd og finnum eigið ágæti í okkur sjálfum og í sem mestri samvinnu við aðrar þjóðir.

Aukaupplýsingar um stefnu sem má vera raunsærri og frekar augljóst að m.a. vegna þessara yfirlýsinga verður þjóðin að eiga lokaorðið í þessu máli.

 

"Flokksráð (nóv. 2010) áréttar þá afstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins. Flokksráð ítrekar einnig mikilvægi þess að niðurstaða þess umsóknarferlis sem nú stendur yfir verði lögð í dóm þjóðarinnar. Brýnt er að í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu fari fram opin og lýðræðisleg umræða í samfélaginu um kosti og galla þeirrar niðurstöðu sem kosið verður um. Flokksráð hvetur stofnanir og kjörna fulltrúa flokksins til að taka virkan þátt í og efla þá umræðu og nálgast hana út frá grundvallarstefnu flokksins. Mikilvægt er að afstaða flokksins komi skýrt fram í þjóðmálaumræðunni í samræmi við það sem kveðið er á um í samstarfsyfirlýsingu VG og Samfylkingar. Til þess að umræðan verði í reynd sanngjörn og lýðræðisleg þarf að nást sátt um skýrar leikreglur sem tryggja jafna stöðu allra sjónarmiða og nái meðal annars utan um kostnað og fjármögnun áróðursstarfsemi. Þar til þjóðin hefur tekið sína ákvörðun þarf að tryggja að ekki verði gerðar neinar breytingar á stjórnsýslunni eða íslenskum lögum í þeim eina tilgangi að laga íslenskt stjórnkerfi fyrirfram að reglum Evrópusambandsins. Ekki verði heldur tekið við styrkjum sem beinlínis eiga að undirbúa aðild. Flokksráðið hvetur til þess að svo fljótt sem unnt er verði í viðræðuferlinu látið reyna á meginhagsmuni Íslands eins og þeim er lýst í samþykkt Alþingis."

Úr stefnuskrá VG (2005)

Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.


mbl.is Átökin mest um ESB-stefnu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þeir sem selja ómetanlegt frelsi sitt til að kaupa sér tímabundið öryggi, eiga hvorugt skilið, og missa bæði" - Benjamin Franklin

Látum umheiminn ekki hræða okkur með Icesave. Okkur ber engin siðferðileg skylda til að borga fyrir mistök 30 bankamanna, frekar en Afríku að lifa við sitt ævarandi skuldafangelsi sem sömu gömlu nýlendur og nú herja á okkur hnepptu hana í. Við eigum þessa meðferð ekki skilið frekar en gyðingarnir í seinni heimstyrjöldinni áttu skilið að gyðinlegum almenningi væri hengt fyrir óvinsældir örfárra bankamanna.

Allar ákvarðanir byggðar á ótta enda í skelfingu. Allar ákvarðanir sem þú tekur afþví einhver kúgaði þig til þess sérðu eftir. Og allt sem þú ákveður af heilaþvotti og innrættingu mun verða þér til tjóns.

Frjáls hugsun er ennþá mikilvægari en athafnafrelsi þjóðarinnar, og það fyrra er upphafið og lífæð þess seinna, frá henni sprettur allt hugrekki og allt sjálfstæði. Og þar sem hana skortir deyr bæði og þrældómurinn tekur við.

Hugrekki! Frelsi! Gleði!

Guðmundur Jónsson. (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 03:28

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Heill og sæll Percy

 Á sínum tíma var 70% þjóðarinnar inn á því að við ættum að fara í viðræður við ESB. Ef þjóðin hefði þá verð upplýst um það að þá yrði að sækja um aðild og að í gang færi aðlögunarferli, hefði niðurstaðan eflaust orðið nokkuð önnur. 

Síðan þá hefur ýmislegt breyst og það þýðir að stuðningur við dæmið er hruninn. 70% þjóðarinnar vill ekki ganga í ESB, og allir stjórnmálaflokkarnir vilja heldur ekki þangað inn. 

Þá voga stuðningsmenn Samfylkingarinnar að tala um lýðræði og frelsi, og tengja það við inngöngu. Það tónar við að nota eigi opna stjórnarhætti, ekki foringjadrottnun, það á að stefna að norrænni velferðarstjórn og ný vinnubrögð. Listinn af loforðunum er langur en efndirnar engar. Núverandi forystu Samfylkingarinnar er einfaldlega ekki treystandi þá á við um ESB eins og nánast alla hluti sem þessi hópur kemur nálægt.  

Sigurður Þorsteinsson, 5.1.2011 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband