Hvar er fólkið sem getur tekið ákvarðanir og haldið áfram veginn?

Líst illa á! Þetta eru ekki mikil eða sannfærandi rök!! Hefur einhver reiknað út hvað tapast ef ekkert er gert?  Rosalegar rökleysur eru lagðar fyrir okkur og talað niður til okkar sem þjóð af hagsmunagæsluliði fjármagnsins sem virðist alltaf eiga sig sjálft.

Það er til leið ef við viljum fara hana.  Hugsa, taka ákvörðun og framkvæma er ágætis tumaputtaregla!!!

Ég hélt að almenna niðurfærslan væri leiðrétting vegna rangrar vísitölu/gengishækkunar!  Engin spurning að sú aðgerð sé réttlát og framkvæmdin sanngirnismál eins og aðrar almennar leiðréttingar vegna gengis- eða vísitölubullsins. 

Það sem svo þarf að gera er að fara sérleiðir með þann hóp sem þetta dugar ekki fyrir. Það þarf eflaust að afskrifa og gera meira fyrir 20% heimila jafnvel minni hóp.  Og það á bara að gera til viðbótar fyrr nefndri almennu niðurfærslu.  En auðvitað verða alltaf einhverjir sem verða að fara í nýju leigufélögin.  Hvað haldið þið að gjaldþrot kosti miklu miklu meira en við erum nú að tala um?!  Fjárfestinga- og rekstrarsukk margra lífeyrissjóða virðist í lagi en ekki leiðréttingar gagnvart eigendum lífeyrisins.

Er nema von að fólk fari í greiðsluverkfall þegar allt umhverfi fjármálakerfsins snýst um það sjálft og hvernig megi bjarga því,  en fólkið er svona afgangsstærð þegar það liggur svo fyrir.  Og auðvitað eru leiðirnar til að bjarga fólkinu erfiðari þegar búið er að leggja línurnar fyrst til bjargar fjármagninu og sk. eigendum þess!

Engin virðist sjá heildarmyndina heldur eru enn að vasast í að bjarga litla myndbrotinu af sjálfum sér.....

En það sem verður að gerast er að breyta þreytandi/niðurdrepandi og ósanna umræðu um eignarstefnuna sem haldið hefur íslenska þjóð í nagl- og steypugíslingu í áratugi.   Við höfum sjaldnast átt húsnæði nema ef vera skyldi árin þegar verðbólgan færði lántakendum gjafir á færibandi á kostnað þeirra í samfélaginu sem gátu ekki tekið þessi gjafalán.

Hvaða vit er í því að eiga allt sitt fast í steypu? Og vera með okurlán og vaxtabótakerfi sem er meingallað frá upphafi og breytist svo á fjögurra ára fresti!  Erum fangar kollhnískennda steypustefnu sl. ríkisstjórna og mörgum þykir furðu nokk enn gott að þjást!

Húsnæðisstefna sl. áratuga hefur að mestu verið bull og fullt af skammtímareddingum og rangfærslum ríkisvaldsins, eigenda, sveitarstjórna og annarra hagsmunaaðila. Enginn verið að hugsa um nema sig og vini sína en það er ekkert nýtt í okkar stjórnkerfi.

Búum til félög utan um allt húsnæði ÍLS., banka og annarra.  En þar þarf að afskrifa!!! (sjá að ofan) þannig að það verður alltaf gert öðruvísi verður reksturinn vonlaus frá upphafi.  Það ásamt lengingu húsnæðistengdra lána í allaveganna 70 ár  og fleiri aðgerðir er óhjákvæmilegt.  Velbyggð hús okkar þola alveg langtímaveðsetningu sem fylgir húsinu að óbreyttu fyrirkomulagi. Fyrningartími velbyggðra húsa getur alveg verið 100 ár. Ekki 25 til 40 sem lánveitendur virðast halda? Og hvað ætli þessar endalausu þinglýsingar og stimplingar á nýjum lánum kosti okkur á hverju ári.

Norræna íbúðarkerfið sbr. skovdebostader.se í litlu sænsku samfélagi hentar okkur vel en þarf að kynna vel fyrir þjóðina eftir allt eignartalið!! Við erum skemmd af einhliða áróðri opinberra aðila um okkur sem hamingjusama "naglhreinsandi" þjóð!!

Vaxta- húsaleigubótakerfið er svo löngu úr sér gengið.  Húsnæðisgreiðslur til allra er taki mið af íbúðarstærð, fjölskyldstærð og tekjum verður að taka upp. Þetta eru ekki bætur heldur endurgreiðslur til okkar sem borgum skatta í þessu landi.  Það á að markmið að engin borgi meira en 30% af heildartekjum vegna húsnæðisöflunar. 

Vinnum saman,  ekki verður það séð af fundum sl. daga annað en að allir séu fastir í eigin nafla og hugsa um eigin hag! Eða heldur fólk virkilega að með einstrengislegri eigin túlkun sinni á lögum og reglugerðum sé verið að hugsa um fólkið.  Nei,  allt snýst þetta um fjármagnseigendur hjá þessu fólki!!!

Tunnurnar verða áfram úti!!!! Tökum á þessum vanda sem ein þjóð í einu landi!!!!!!!!!!!!!!!!!

 


mbl.is Líst illa á almenna niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þjófarnir vilja halda sínu hvað sem það kostar!

Sigurður Haraldsson, 14.10.2010 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband