Íslenska réttlætið!! Gamla Ísland? Byltingartíminn kominn?

Nýju bankarnir keyptu húsnæðislán af þrotabúum gömlu bankanna á miklum afslætti en ganga hart fram í innheimtu gamla höfuðstólsins.  Já, þetta er löngu vitað! En samt eiga lántakendur að greiða fullt verð og nýja Ísland græðir! Hvaðan kemur allur gróði bankanna í dag?  Ég segi, nóg er komið og við sem viðskiptavinir eða óvinir gerum alvöru kröfu um eðlilegan gang þessara mála.  Réttlæti er ekki eitthvað sem annar aðilinn velur fyrir hinn eða??

Lilja Mósesdóttir, tók upp fáránleikann í pólitíkinni. Sjálfstæðismenn komu með tillögu um að greiða nú þegar skatt af innistæðum viðbótarlífeyrsissparnaðar. Á þann hátt væri hægt að koma í veg fyrir meiri skattahækkanir og niðurskurð í velferðarkerfinu.  Þetta hefur löngum verið rætt en má alls ekki fjalla um?!  En stundum verður að fara leiðir sem eru öðruvísi og hefði kanski ekki verið farnar við aðrar aðstæður! Stundum verður að þora!!

En það er ekki endalaust hægt að koma með niðurskurð á launalægsta fólkið!  Barnabætur, og aðrar tekjutengdar bætur byrja að skerðast of neðarlega í tekjustiganum!  Vaxtabætur, húsaleigubætur settar inn í formúlu sem engan veginn tekur á heildarmálum hverjar fjölskyldu!  Frá einstaklingi sem þarf að eiga heima og til aðstæðna eins og tekjur, stærð íbúðar, börn ofl.   Svo er ljóst að  leigumálin eru sett skör neðar en annað íbúðarform!

Allar leiðir eru betri en að þrengja að launafólki og fara niðurskurðarleiðir í velferðarmálunum.   Fyrir utan að öll velta samfélagsins breytist til hins verra þegar svona er að staðið sem væntanlega lækkar tekjur ríkisins á mörgum sviðum.  Þannig að í raun er þessi leið sem við erum að fara einmitt leiðin sem á ekki að fara!?   

Ef þetta verður okkar leið munum við sitja uppi með mikil kostnað eftir kanski 10 ár sem tengist velferðarmálunum.  Verðum félagslega og andlega illa stödd og heilsan verður okkur erfið vegna þess að allur lækniskostnaður verður mörgum ofraun.

Skammsýni ræður för við ákvarðanir í dag.  Gamaldags forgangsröðun sést á öllum stöðum í fjárlögum og allir bara eina ferðina enn að rífast á Alþingi!!!!

Það er kominn tími til að skipta um aðferð og fólk.  Nýjar kosningar þrátt fyrir að við vitum ekki alveg hvað við fáum er bara í góðu lagi! Höfum við annars einhverntímann vitað það?  Því þó er öruggt að við fáum eitthvað annað,  eitthvað nýtt,  eitthvað öðruvísi en  það sem er í dag!  Kanski nýjan flokk hver veit? En breytinga er þörf.  Núna, ekki áðan eða í gær eða á morgun!


mbl.is Auðmenn græða á uppboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála mætum niður á Austurvöll kl19:30 klárum að moka út skítnum en ekki í gær eins og þú réttilega sagðir!

Sigurður Haraldsson, 4.10.2010 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband