Stöðugleika í verðlagningu grunnþarfa er nauðsynleg!!

Hef áður fjallað um nauðsyn þess að stjórnvöld sjái til þess að matar- og húsnæðiskostnaði sé haldið innan ákveðinna marka.

Það að borða, sofa og eiga öruggt húsaskjól er að mínu viti algjör forsenda þess að hægt sé að gera eitthvað fyrir síg félags- og atvinnulega.

Skoða verður af alvöru lækkun tollverndar, samræming á vsk, vörugjald og allt sem getur haft áhrif á verð matar.  Hér má ekki gleyma álagningu verslana.

Húsnæðiskostnaður er líka óviðráðanlegur en hægt að stýra með húsnæðisbótum sem væru fjölskyldu- og tekjutengdar.  Núverandi húsleigu- og vaxtabótakerfi eru löngu úr sér gengin.

Þetta verð- og gengistryggingabrölt vegna skulda er ótrúleg aðferð og laun svo ekki tengd þessum veruleika að neinu leyti!

Við gerum ekkert fyrr en þessi atriði eru viðráðanleg og hægt verður að lifa af launum sínum.  Margt mun líka sparast ef þessi leið verður farin. 

Andleg- félags- og líkamleg heilsa okkar gæti batnað til muna.  Það hlýtur að vera megin forsenda okkar að heila fólk og halda heilu við athugun á grunnþörfum okkar á leið að betra lífi. 

Við gætum hugsanlega til tilbreytingar farið þá leið að hjálpa einstaklingum og fjölskyldum til hamingjusamara lífs áður en skaðin er orðinn að veruleika.  Það ætti að vera eðlilegri leið og sparar auk þess mikinn kostnað við að byggja yfir þegar veikt fólk.

Ótrúlegt fjármagn fer í að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofaní hann.  Forvarnir eins og ofannefndar aðgerðir eiga ekki upp á pallborðið hjá stjórnmálafólki dagsins eða gærdagsins.  Og svo er alltaf svo seint gripið til aðgerða.  Ótti stjórnmálafólks við að fara nýjar leiðir er áberandi!

Við verðum að fara nýjar leiðir að betra lífi.  Enn því miður erum við enn að spóla í gamla farveginum!


mbl.is Matarverð rýkur upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband