Lykteyðandi efna er þörf! Ódaun leggur enn yfir stjórnsýsluna!

Hætti aldrei að verða hissa á íslenskri stjórnsýslu.  Hvað þarf til þess að við getum afgreitt mál "eðlilega" af skynsemi og túlkun laga ekki eingöngu gerð þröngt með hagsmuni fyrirtækja og stofnana í huga? 

Þetta er tekið úr áliti nefndar um erlenda fjárfestingu.
Það verður því að telja að félagið  Magma Energy Sweden AB  geti byggt á ákvæðum 31. og 34. gr. EES-samningsins, sbr. lög nr. 2/1993, þrátt fyrir stöðu þess sem dótturfélags Magma Energy Corp, þar sem félagið er skráð samkvæmt sænskum reglum og hefur skráð heimili í Svíþjóð, með fyrirvara um að ekki sé vísvitandi farið í kringum reglur í aðildarríki (sjá kafla 3). Það leiðir til þeirrar niðurstöðu að Magma Energy Sweden AB geti fallið undir ákvæði 4. gr. laga nr. 34/1991, sem „lögaðilar sem heimilisfastir eru  í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.

"með fyrirvara um að ekki sé vísvitandi farið í kringum reglur...."  Tóm skúffa í Svíþjóð!  Getur það skv. þessu með einhverjum hætti átt við að hér sé brotin sé hugmyndin "að ekki sé vísvitandi farið í kringum reglur í aðildarríki" ??

Tveir ráðherra telja að skoða eigi lögin og hugsanlega, væntanlega kanski leggja fram frumvarp um ónefndar breytingar næsta vetur.   Viðskiptaráðherra talaði vægt sagt óskýrt og loðið í fréttum í gærkvöldi.  Það var útilokað að skilja hvað yrði gert, hvenær það yrði gert eða hvort það yrði yfirhöfðu lagt fram frumvarp varðandi svona eignarhald!

Dæmi nú hver fyrir sig! Er þessi afgreiðsla einfaldlega beint og eðlilegt framhald af fyrri afgreiðslum stjórnsýslu okkar sbr. Seðlabanka og FME um vexti og aðrar afgreiðslur tilheyrandi þessu?

Undanlátsemi er birtingarmynd lélegrar sjálfmyndar og vantrú á rétt til að standa með rétti sínum. Við eigum að geta afgreitt mál skv. heilbrigðri lestrarkunnáttu, samvisku og réttlætiskennd.  Þrátt fyrir reiði þeirra sem hugsanlega verða fyrir þessari skoðun og hróp fólks um þröngsýni og einangrunarstefnu.


mbl.is Íhugar að kæra málið til ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband